Frétt

mbl.is | 17.12.2002 | 17:29Yoko Ono í stríð við McCartney út af höfundartilvitnunum Bítlalaga

Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, hefur hrundið af stað lögsókn til að koma í veg fyrir að Sir Paul McCartney breyti höfundaröð á lögum Bítlanna á þann veg að nafn hans verði ætíð nefnt fyrst. Kraumað hefur undir niðri í deilu þessari milli Ono og Sir Pauls en upp úr sauð og hafin er styrjöld milli þeirra fyrir opnum tjöldum í framhaldi af útkomu nýjustu plötu McCartney, Back In The U.S., þar sem nafn hans er fyrst nefnt er höfunda 19 Bítlalaga á plötunni er getið.
Ono þykir McCartney einkar óskammfeilinn að hafa breytt hinni frægu „Lennon McCartney\" tilvitnun og hefur kallað lögfræðiher sinn saman til að bregðast við en af þeirra hálfu hefur breytingunni þegar verið lýst sem „fáránlegri, bjánalegri og smásmugulegri\" og leggja þeir nú á ráðin um lagalegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

„Þetta var gert þvert á vilja Yoko. Paul skaðar eigin orðstír með þessu. Paul og John gerðu fyrir rúmum 40 árum með sér samkomulag um að þeir myndu deila höfundatilvitnun með þessum hætti. Að breyta þessu núna, ja John getur ekki rifist um það við hann núna,\" segir Peter Shukat, lögmaður Yoko.

McCartney hefur fyrir sitt leyti haldið því fram nokkuð lengi að tími sé kominn til að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll hver skuli hljóta heiður af lögunum sem þeir Lennon sömdu í sameiningu. Á plötunni hefur hann í stað „Lennon/McCartney\" merkingarinnar á eftir hverju lagi skrifað í staðinn: „Samið af Paul McCartney og John Lennon\".

Menn sem málum eru nákunnugir segja að það hafi lengi angrað Paul að John hafi hlotið mestan heiðurinn af lögum sem hann átti ef til vill bara eina laglínu í. „Allt og sumt sem Paul telur sig vera að gera er að setja hlutina í rétt ljós,\" segir einn þessara aðila.

Bítlasérfræðingurinn Stephen Maycock segir að stór hluti laganna á nýju plötu McCartney hafi hann samið að nær öllu leyti, John kynni að hafa lagt til eina ljóðlínu eða svo. En þrátt fyrir að hann hafi lagt stöðugt minna til við lagasmíði í tíð Bítlanna hafi útgáfusamningurinn kveðið á um að öll lögin skyldu merkt Lennon/McCartney.

Maycock segir að álykta megi að Sir Paul hafi þótt tímabært að eigna sér lögin sem hann hafi samið, en um leið hafi hann viðurkennt aðstoð Lennons með því að nefna hann sem samhöfund.

Talið er að óbreyttum aðdáendum Bítlanna muni hins vegar finnast að Sir Paul hefði átt að láta ógert að hrófla við þeirri arfleifð sem fyrir margt löngu væri hluti af tónlistarsögunni.

Á plötu McCartney eru 22 lög og var hún gefin út í Bandaríkjunum einvörðungu 26. nóvember sl. Þar er að finna dáð Bítlalög á borð við Eleanor Rigby, Can\'t Buy Me Love, Let It Be, Hey Jude og Yesterday ásamt nýjum lögum eftir McCartney.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli