Frétt

Björgvin G. Sigurðsson | 17.12.2002 | 13:33Söguleg sameining og aumt hlutskipti Íslands

Fyrir nokkrum dögum var stigið stórt skref í átt til sameiningar Evrópu. Sameinuð Evrópa er stórviðburður í heimsögulegu tilliti. Eftir hamfarir og hrylling tveggja heimsstyrjalda hyllir loksins undir það að álfan sameinist. Álfan sem fyrir rúmlega hálfri öld var skekin sundur og saman í blóðugri og viðbjóðslegri mannvígum og átökum en nokkurn gat órað fyrir. Hugmyndafluginu voru einfaldlega þau takmörk sett fyrir heimsstyrjaldirnar tvær að menn gátu einfaldlega ekki ímyndað sér að svo hræðilegir hildarleikir gætu átt sér stað.
Sameining Evrópu mun á næstu árum og áratugum hafa margvíslegar afleiðingar í för með sér. Sambandið mun þróast í aðrar áttir og taka stakkaskiptum á næstu misserum. Inntak þess sem ríkjabandalags breytist við stækkunina og þróunin í átt til sambandsríkis Evrópu breytist verulega. Litlar líkur eru á því að um sambandsríki verði að ræða í skilningi Bandaríkja Norður-Ameríku. Allt kemur þetta í ljós á næstu árum og verður bæði spennandi og skemmtilegt að fylgjast með viðgangi Evrópusambandsins og í hvaða veru þessi minnsta heimsálfa jarðkringlunnar þróast.

Íslendingar standa utan við þessa merkilegu þróun. Fastir í viðjum einhverrar vitleysu um þjóðrembu og auðlindayfirráð. Það hefur fyrir löngu verið sýnt fram á það að þjóðin héldi fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni og það fullveldi, sem andstæðingar aðildar halda fram að glatist við fulla aðild að ESB, glataðist þegar EES samningurinn var undirritaður. Ef hægt er að tala um að glata því við að deila fullveldi með öðrum fullvalda og sjálfstæðum þjóðum.

Áhrifaleysið sem felst í því að standa fyrir utan ESB og láta sér samninginn nægja er aumt hlutskipti. Það er mikið hagsmunamál að öðlast fulla aðild og sitja við sama borð og önnur Evrópuríki og taka með því móti af fullu afli þátt í þróun og viðgangi Evrópu standa ekki fyrir utan og taka því sem að okkur er rétt. Slíkt hlutskipti er dapurlegt og það er til skammar að ráðamenn þjóðarinnar skuli hafa dæmt hana til þess.

Hæsta matvælaverð í Evrópu, áhrifaleysi um eigin hagsmuni og glæpsamlegt okur á lánsfé er það sem Íslendingar hafa upp úr því að standa utan Evrópusambandsins. Með því að halda þjóðinni frá aðild eru stjórnvöld að hafa miklar lífskjarabætur af almenningi. Líkast til myndi aðild að Evrópusambandinu hafa í för með sér, fyrir bæði fólk og fyrirtæki, mestu lífskjarabætur Íslandssögunnar allrar. Vonandi verður sú sögulega þróun sem nú á sér stað í Evrópu til þess að staða Íslands í álfunni verði að kosningamáli í vor og menn takist á um það í fullri alvöru hvað aðild að ESB hafi í för með sér.

Í upplýstri umræðu um Evrópumálin þarf ekki að spyrja að leikslokum. Samfylkingin hefur leitt Evrópuumræðuna síðustu misseri. Fyrsta áfanga í þeirri vegferð lauk með þeim vatnaskilum sem Evrópukosningin var: Yfir 80% flokksmanna sem greiddu atkvæði kváðu upp úr með það að flokkurinn skyldi hafa það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Á næstu mánuðum mun flokkurinn uppskera eins og til var sáð með þeirri ítarlegu vinnu sem fólst í Evrópuúttektinni.

Björgvin G. Sigurðsson

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli