Frétt

VG - Kolbrún Halldórsdóttir | 16.12.2002 | 16:10Ríkisstyrktur áróður Landsvirkjunar

Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, hefur nú stigið á stokk og vænt vísindamenn um það að fórna starfsheiðri sínum í pólitískum tilgangi. Honum finnst barátta náttúruverndarsamtaka tortryggileg vegna þess að alþjóðleg náttúruverndarsamtök World Wildlife Fund taki þátt í að fjármagna hana. Þar sem Jóhannes Geir gerir athugasemdir við heiður og heilindi annarra er vert að athuga með hvaða hætti hans fyrirtæki hagar sínum áróðursmálum.
Landsvirkjun hefur nefnilega að undanförnu verið afar örlát á fé í styrki við ýmsa menningarstarfsemi. Í svari iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá mér kemur í ljós að á kjörtímabilinu hefur Lansdsvirjun eytt tæpum 210 milljónum króna í þessa þætti starfsemi sinnar. Vantar þó síðari hluta árs 2002 með í þann reikning. Þessir kostnaðarliðir hafa vaxið umtalsvert á undanförnum þremur árum. Stuðningur Landsvirkjunar við ýmis menningartengd verkefni var tæpar 5 milljónir króna árið 1998 en rúmar 30 milljónir árið 2001. Á yfirstandandi ári er talan komin í 30 milljónir um mitt ár, svo það má gera ráð fyrir að menningarframlög Landsvirkjunar í ár verði allt að 60 milljónir króna.

Menningarstyrkir í áróðursskyni

Hvaða hagsmunum þjónar þessi fjáraustur? Aftur vísa ég í svar iðnaðarráðherra við fyrirspurnum mínum. Landsvirkjun lítur á þetta sem hluta af meðvitaðri stefnubreytingu sem sé beinlínis sprottin af harðri umræðu um virkjanir, stóriðju og umhverfismál. Ráðherra heldur því fram í svarinu að menningarverkefnin þurfi að falla vel að markmiðum fyrirtækisins og segir beinum orðum að galdurinn sé „að finna verkefni þar sem markmiðin falla saman og samstarfsaðilarnir styðja hver annan“. Stefnubreyting Landsvirkjunar í þessum málum varð snemma árs 2000, eftir að ljóst varð að ekki yrði af framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Í framhaldinu ákvað yfirstjórn Landsvirkjunar að nú skyldi viðhafa ný vinnubrögð við allan undirbúning virkjanaframkvæmda. Friðrik Sóphusson greinir frá þessu í Morgunblaðinu 2. september 2000. Hin nýju vinnubrögð felast einna helst í því að Landsvirkjun hefur stóraukið alla kynningarstarfsemi fyrirtækisins, auk þess sem tekinn hefur verið upp sá siður að halda myndlistarsýningar og ýmsar uppákomur í stöðvarhúsum Landsvirkjunar. Allt verkefni sem hljóta að falla vel að markmiðum Landsvirkjunar

Að kaupa sér velvild þjóðarinnar

Nú er það í sjálfu sér göfugt markmið og sjálfsagt að styrkja menningu og listir af opinberu fé. En sá háttur sem á þessu er hafður er hins vegar ógeðfelldur. Fyrirtæki sem er að hálfu í eigu ríkisins og á í áróðursstríði vegna umdeildra virkjanaáforma, er að reyna að kaupa sér velvild þjóðarinnar með opinberu fé. Þess vegna er það kaldhæðnislegt að stjórnarformaður Landsvirkjunar, sem staðið hefur fyrir því að eyða yfir 200 milljónum af opinberu fé í áróður fyrir stóriðjustefnu, skuli nú rjúka upp til handa og fóta vegna þess að Náttúruverndarsamtökum Íslands hefur tekist að skrapa saman einni milljón fyrir kálfi um hálendið sem fylgdi Morgunblaðinu á sunnudaginn var og gera nokkrar sjónvarpsauglýsingar. Hafa verður í huga, þegar athafnir stjórnarformannsins eru skoðaðar, að í lögum um Landsvirkjun er tekið fram að raforkusala til stóriðju þurfi að standa undir sér, að hún megi ekki valda hærra orkuverði til almenningsrafveitna en ella hefði orðið.

Er ekki orðið tímabært að fá upplýsingar um það úr hvaða sjóðum Landsvirkjun fjármagnar sinn ríkisrekna áróður? Eru þessir peningar kannski teknir út af rafmagnsreikningum hins almenna raforkukaupanda?

Vinstri hreyfingin – grænt framboð

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli