Frétt

DV - Sigmundur Ernir | 14.12.2002 | 09:34Stytting hringvegar

Eitt brýnasta byggðamál landsins er að stytta hringveginn. Það kemur öllum landsmönnum til góða, ekki síst íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem ferðast æ meira um landið. Umræða um þessar vegabætur hefur ekki notið þeirrar athygli sem hún á skilið enda hefur hún undarlega oft verið afgreidd sem hvert annað landsbyggðarraus. Nú er hins vegar nokkur von til þess að löggjafinn taki við sér í þessum efnum eftir að nokkrir þingmenn, með forseta Alþingis í fararbroddi, hafa vakið athygli á því.
Alkunna er hvað hringvegurinn um Ísland er hlykkjóttur. Á köflum líkist hann fremur þrautabraut fyrir rallökumenn en þjóðvegi á milli tveggja staða. Hann hlykkjast yfir ása og mela og fyrir stapa og fjöll og finnst mörgum, ekki síst útlendingum, eins og þeir fari um í rússíbana þegar bifreið þeirra brunar um landið. Víða hafa verstu beygjurnar verið sniðnar af þjóðveginum og nokkurt átak hefur verið gert í því að breikka brýr. Enn er þó vegurinn ótrúlega sveigður. Og allt of langur.

Samgöngubætur á borð við styttingu hringvegarins hafa oft á tíðum strandað á hagsmunagæslu heima í héraði. Þar eru það sjoppurnar sem ráða för. Og vegurinn skal vera þar sem verslun þrífst. Víða um land hefur ekki mátt minnast á að færa til vegi af þessum sökum – og því hefur stór hluti ökumanna sem fer um landið þurft að leggja langa lykkju á leið sína og koma við á stöðum sem hann á ekkert erindi á. Tímaeyðslan og fjárútlátin eru utan marka þess mælanlega.

Blönduós er einn þessara staða. Þangað fara allir ökumenn á leið sinni á milli tveggja þéttbýlustu svæða landsins. Þeir eiga ekki annan kost en lélegan sveitaveg um Svínavatn sem er augljósasta vegastæðið ef fara á þvert yfir héraðið. Í stað þess að aka beint austur Svínvetningabraut þegar komið er fyrir Vatnsdalsfjall verða menn að beygja í norður og taka undarlegan krók út að ósum Blöndu og beygja þaðan suður Langadal. Og þannig hefur það verið um áratugaskeið.

Ein arðsamasta vegabót á landinu er stytting hringvegarins í Húnaþingi. Hún er mæld í fjárhæðum sem skipta sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Hringvegurinn myndi styttast um fjórtán kílómetra ef vegurinn um Svínavatn yrði byggður upp og ný brú gerð yfir Blöndu við Finnstungu. Þetta er löngu tímabær framkvæmd og í reynd óskiljanlegt að sveitarfélög og fyrirtæki sem eiga hér mestra hagsmuna að gæta hafi ekki barist af ákafa fyrir þessari mikilvægu samgöngubót.

Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vegabóta um land allt. Meðal brýnustu hagsmunamála í byggðum landsins er að bæta vegi svo auðveldara sé að flytja fólk og ekki síður varning á sem stystum tíma á milli staða. Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem í auknum mæli eru farnir að líta á landsbyggðina sem leikvang sinn í frístundum, er það sömuleiðis spurning um tíma og ekki síður öryggi og ánægju að komast auðveldlega út úr amstri borgarinnar.

Víst má telja að Hvalfjarðargöng hafi bylt viðhorfi landsmanna til samgöngumála. Þau göng eru glæsilegur vitnisburður um vegalagningu nútímans. Hér verður fullyrt að engin önnur samgöngubót hafi breytt ferðavenjum Íslendinga meira frá því hringvegurinn var tengdur um sandana miklu fyrir röskum aldarfjórðungi. Með Hvalfjarðargöngum komust landsmenn á lagið. Þeir vilja meira. Og þeir hafa ekki lengur áhuga á að stoppa í öllum sjoppum á ferð um hringveginn.

Sigmundur Ernir

DV á Netinu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli