Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 10.12.2002 | 06:43Nýju óskabörnin

Einn stærsti sigur sem alþjóðleg samtök baráttumanna fyrir umhverfisvernd og félagslegu réttlæti hafa unnið á síðari árum var þegar bygging Ilisu-stíflunnar í Tyrklandi var slegin af fyrir rúmu ári. Hefði sú stífla verið reist hefðu um 30.000 Kúrdar í Tyrklandi misst heimili sín og afkomu annarra 78 þúsunda verið stefnt í hættu. Níu OECD-ríki höfðu tekið sig saman um að veita 850 milljón dollara lán í verkefnið.
Það var því engin furða að krafan um að hætt yrði við Ilisu-stífluna væri ofarlega á baugi í fleiri en einum alþjóðlegum mótmælaaðgerðum sumarið og haustið 2001. Sumir af spökustu mönnum Íslands tala reyndar um slíkar aðgerðir sem samkomur vitleysinga, eiturlyfjaneytenda, ofbeldisseggja og spellvirkja eða kröfugöngur fáfróðs fólks sem misskilji gagnsemi svokallaðra fjölþjóðafyrirtækja fyrir mannkyn allt. Þeir hinir sömu hafa þó sem betur fer ekki lýst yfir því að þeir telji Kúrda ekki til mannkyns svo kannski eru þessir spekingar ekki of vel upplýstir sjálfir um sitthvað sem fjölþjóðafyrirtækin aðhafast í heiminum.

Gleði þeirra sem börðust gegn byggingu Ilisu-stíflunnar var skiljanlega mikil þegar málalok urðu ljós. Kerim Yildiz, talsmaður baráttuhreyfingar fyrir mannréttindum Kúrda, sagði í samtali við Guardian 14. nóvember 2001 að niðurstaðan hefði komið honum á óvart vegna þess að verktakafyrirtækið Balfour Beatty hefði sótt það mjög ákaft að fá að byggja stífluna. Það er vel skiljanlegt að Yildiz hafi gert sér litlar vonir um sigur því Balfour Beatty naut lengst af stuðnings bresku ríkisstjórnarinnar í málinu.

Breska risafyrirtækið Balfour Beatty fór fyrir hópi sex verktakafyrirtækja sem hugðust reisa hina umdeildu stíflu í Tigris-fljótinu, þrjú voru tyrknesk en hin tvö voru sænski verktakinn Skanska og nýjasta óskabarn sumra Íslendinga, hið ítalska Impregilo. Eftir áralanga baráttu gegn virkjuninni kyngdu vestur-evrópsku fyrirtækin stoltinu. Skanska dró sig fyrst út úr verkinu en Balfour Beatty og Impregilo nokkru síðar.

Það er eftirtektarvert að þessi sömu fyrirtæki, Balfour Beatty og Impregilo, hafi boðið í gerð Kárahnjúkastíflunnar á Íslandi og haldi tilboðum sínum til streitu. Sænsku fyrirtækin Skanska og NCC, norska fyrirtækið Videke og einn franskur verktaki drógu tilboð sín til baka sem kunnugt er. Komið hefur fram að hjá NCC tóku menn ekki síst mið af umhverfissjónarmiðum við þá ákvörðun.

Talsmenn Impregilo segja að það muni koma þeim til góða, fái þeir verkið, að þeir hafi reist svipaða stíflu í Lesotho og geti auk reynslu sinnar notað ýmsan búnað þaðan við að búa til miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar (sem verður á stærð við Hvalfjörð) á öræfunum norðan Vatnajökuls. Sú stífla var ein af mörgum í verkefni sem hljóðaði upp á 1 milljarð punda og ætlað var að koma til móts við rafmagnsþörf Suður-Afríku sem umlykur smáríkið Lesotho.

Það er ágætt að vita að Balfour Beatty var einnig við störf í Lesotho á þessum tíma og að þessi nýju óskabörn voru flækt í stórfellt mútuhneyksli vegna málsins, auk verktakafyrirtækja frá fimm öðrum löndum. Svo mikið var þeim í mun að fá verkin.

Forstjóri Landsvirkjunar telur það mikinn happafeng að Impregilo hafi sent inn tilboð undir kostnaðaráætlun og út frá þröngum hagsmunum þeirra sem hafa lagt allt að veði fyrir þessa virkjun er það eflaust rétt. Við hin getum velt því fyrir okkur hvers konar fyrirtæki eru í fararbroddi meðal verktakanna sem eru reiðubúnir að reisa Kárahnjúkastífluna. Og við skulum líka muna eftir því að jafnvel fyrirtæki á borð við Impregilo eiga það til að beygja sig fyrir alþjóðlegum þrýstingi baráttusamtaka og almennings þó að siðvitund stjórnendanna virðist af skornum skammti.

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli