Frétt

| 18.10.2000 | 15:22Að selja draum og frumkvæði!

Þá er komið að því. Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða og Eiríkur Finnur Greipsson fyrrverandi stjórnarformaður og núverandi sparisjóðsstjóri ræddu sölu þess í Svæðisútvarpinu á Vestfjörðum. Ekki kannaðist sá fyrrnefndi við að kaupverð þess ágæta bús hafi verið ákveðið. Reiddist hann athugasemd útvarpsmannsins um verð sem næmi 4,3 milljörðum króna. Sú var þó sett fram á kurteisan hátt. Þrátt fyrir það er verðið ákveðið og var fyrir þann tíma. Sennilega liggur það nálægt fjórum milljörðum króna. Fyrrverandi stjórnarformaður vildi ekki selja. Hann var trúr hugsjóninni, sem réði stofnun Orkubúsins fyrir 23 árum. Sveitarstjórnarmennirnir sem sóttu aukaþing Fjórðungssambandsins að Núpi í Dýrafirði hinn 14. júní 1975 áttu sér hugsjónir og draum um forræði orkumála Vestfirðinga. Þeir vildu ráða sér sjálfir í þessum efnum, sem mörgum öðrum. Lög um Orkubú Vestfjarða voru sett á Alþingi tæpu ári síðar, hinn 31. maí 1976.

En björninn var ekki unnin. Orkubúið var stofnað síðsumars árið 1977 og tók til starfa um næstu áramót Mikil vinna var framundan við uppbyggingu dreifikerfis og hitaveitu á Vestfjörðum. Fáum blandast hugur um það að sínum tíma var stofnun Orkubúsins mikið framfaraspor og með því var leyst úr miklum orkuvanda Vestfirðinga. Öll mannanna verk taka breytingum. Aðild íslenska ríkisins að evrópska efnahagssvæðinu hefur ýmsu breytt. Eitt af því sem mun breytast er að orkufyrirtæki skulu nú starfa sem hlutafélög. Breyting Orkubús Vestfjarða í hlutafélag var spurning um hvenær það yrði, ekki hvort. Nú hugsa Vestfirðingar til framtíðar. Hver verður hún og hvað færir hún íbúum Vestfjarða þegar þessi gamli draumur um forræði eigin mála verður seldur. Ekki skal því gleymt að alger samstaða var um stofnun Orkubúsins meðal vestfirskra sveitarstjórnarmanna. Og margt gott leiddi af henni. Fáir geta nú ímyndað sér ástandið í orkumálum fjórðungsins fyrir stofnun þess.

Í umræðunni undanfarna mánuði hafa asnar klyfjaðir gulli verið nefndir til sögunnar og á það bent að klyfjar þeirra gætu ekki orðið svo þungar að þeir kæmust ekki yfir hæstu múra. Þeir múrar sem félagslega íbúðakerfið, ekki síst undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, reistu umhverfis byggð á Vestfjörðum hafa sýnst óklífandi og ókleyfir. Því má ekki gleyma að sveitarstjórnarmenn áttu sinn þátt að máli.

Og þá er komið að kjarna málsins. Sá snýst um samskipti ríkisvalds og sveitarstjórnarmanna. Þeir voru knúðir til að taka rangar ákvarðanir á sínum tíma og færa út félagslega íbúðakerfið. En ráðherrann einn átti þar ekki sök. Skammsýni og von um að geta haldið byggingum gangandi lék stóran þátt. Hins vegar er það afleitt ef selja skal Orkubú Vestfjarða, drauminn um sjálfsforræði og frumkvæði til þess að slétta út reikninginn fyrir rangar ákvarðanir og skammsýni, sem ríkisvaldið á sínum tíma kynnti undir. Það getur aldrei orðið forsenda sölu Orkubús Vestfjarða.

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli