Frétt

bb.is | 09.12.2002 | 15:11Margvíslegar ábendingar varðandi „bæ hinna endalausu göngustíga“

Áslaug vill að ferðamenn og göngufólk geti notið lífsins við höfnina og við strandlengju Eyrarinnar á Ísafirði.
Áslaug vill að ferðamenn og göngufólk geti notið lífsins við höfnina og við strandlengju Eyrarinnar á Ísafirði.
Ísafjörður er „bær hinna endalausu göngustíga“ eins og fram kemur í bréfi Áslaugar S. Alfreðsdóttur, hótelstjóra á Hótel Ísafirði, sem hún ritaði umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar fyrir nokkru. Áslaug nefnir í bréfi sínu fjölmörg atriði á Ísafirði sem snúa að útivistarfólki og ferðafólki og mega betur fara. Hún bendir á að mjög margir stundi göngu, hjólreiðar, skokk og hlaup í bænum. Stígar eru hér og þar á Ísafirði en þeir tengjast ekki og mynda ekki heilstætt kerfi göngu- og hjólreiðastíga. „Það eru því endalausir göngustígar um allan bæ, þ.e. þeir hafa hvorki upphaf né enda“, segir Áslaug.
Auk margra ábendinga varðandi gönguleiðir og bætta aðstöðu fyrir göngufólk nefnir Áslaug að flestir göngustígar milli gatna og hverfa séu óhirtir eða ófrágengnir og jafnvel hættulegir. Við leiðina upp á Seljalandsdal og við Skíðheima sé margs konar drasl, auk þess sem hlutar úr gömlu skíðalyftunum virðist liggja í reiðileysi hér og þar á Dalnum. Áslaug nefnir í þessu sambandi, að mjög margir ferðamenn sem koma í skoðunarferð til Ísafjarðar aki upp á Seljalandsdal og gangi þar um. Tilvalið væri að setja þar upp útsýnisskífu eða skilti og koma fyrir bekkjum.

Fjölmörg önnur atriði nefnir Áslaug, svo sem varðandi merkingar á því sem fyrir augu ber í bænum. Hún segir einnig að nauðsynlega þurfi að huga að bættri umgengni á hafnarsvæðinu á Ísafirði, þar sem um 10-15 þúsund ferðamenn fara um á hverju ári.

„Starfsemin við höfnina þarf að taka tillit til þess að mjög stór hluti ferðaþjónustunnar hér á svæðinu er tengdur sjónum og hafnarsvæðinu. Því þarf að taka ríkt tillit til þeirrar starfsemi, t.d. með snyrtimennsku og með því að taka tillit til þess að rútur þurfa að komast þar að og frá, rétt eins og lyftarar og vöruflutningabílar. Ég bendi á að þetta tvennt fer vel saman í Stykkishólmi og Grundarfirði, þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir að ferðamenn geti setið á bryggjunni og fylgst með lífinu við höfnina“, segir Áslaug í bréfi sínu.

Annað er varðar hafnarsvæðið og Eyrina á Ísafirði sérstaklega nefnir Áslaug, en Eyrin er umlukin sjó á þrjá vegu, eins og kunnugt er. „Því miður getur fólk ekki gengið meðfram strandlengjunni og ekki heldur sest á bekk og notið útsýnisins. Göngustígar eru ekki meðfram Pollgötu nema að takmörkuðu leyti, en það væri til mikilla bóta ef hægt væri að ganga eftir göngustíg „húsamegin“ við götuna“, segir Áslaug, og bendir á þann möguleika að hafa útsýnisstað á sjóvarnargarðinum.

Einn stað í Ísafjarðarbæ utan Skutulsfjarðarsvæðisins nefnir Áslaug, en það er Franski grafreiturinn í Dýrafirði, sem er vel merktur frá veginum en illa hirtur.

Áslaug kveðst vita að nokkur af þeim verkefnum sem hún nefnir séu á áætlun. Hins vegar sé það svo, að sum verkefni séu auðveld og taki ekki langan tíma að ljúka við en vilji sitja á hakanum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar bókaði þakkir sínar fyrir góðar ábendingar og vísaði bréfinu áfram til hafnarstjórnar og menningar- og ferðamálanefndar. Þeim atriðum í bréfinu er snerta svið umhverfisnefndar var vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli