Frétt

Múrinn - Stefán Pálsson | 05.12.2002 | 13:54Flokkurinn sem ekkert breyttist

Til eru þeir einstaklingar í þjóðlífinu sem teljast svo merkilegir, að rétt sé að færa reglulega af því fréttir í hvaða stjórnmálaflokki þeir séu þá stundina og hvernig þeim þyki sú vist. Lengi vel gegndu þeir Hrafn Jökulsson og Ágúst Einarsson þessu hlutverki og máttu landsmenn hafa sig alla við að fylgjast með flokkaflakki þeirra. Þannig mun Hrafn einhverju sinni hafa náð því að vera potturinn og pannan í prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hjá íhaldinu, en fagnað svo manna mest sigri „sinna manna“ í prófkjöri R-listans mánuði síðar.
Lítið hefur heyrst af pólitísku sálarástandi Hrafns og Ágústar undanfarin misseri. Þess í stað hefur kastljós fjölmiðla beinst að nýjum mönnum. Þar á meðal er nafni og stórvinur þess er þetta ritar, ritstjórinn Stefán Hrafn Hagalín.

Upp á síðkastið hefur Stefán Hrafn mætt í hvert viðtalið á fætur öðru til að lýsa illri vist sinni í Samfylkingunni en áður hafði hann skrifað angistarfulla pistla um málið í þrjú ár. Þjáningar Stefáns og hinn óumflýjanlegi flótti hans yfir í Sjálfstæðisflokkinn eru hins vegar bara angi af annarri og stærri umræðu um hina geysilegu vinstrisveiflu Samfylkingarinnar í prófkjörum síðustu vikna.

Hver spjallþáttarstjórnandinn á fætur öðrum étur nú upp klisjurnar um að Samfylkingin sé á hraðri leið til vinstri – og það svo mjög að hægrikrötum sé orðið gjörsamlega ólíft innan hennar. Kenning þessi, eins arfavitlaus og hún er, hefur verið endurtekin svo oft að senn fer hún að teljast viðurkennd sannindi.

En í hverju felst þá þessi mikla vinstrisveifla? Hverjir skipa þann hulduher sófakomma og dólgamarxista sem hrifsuðu til sín völdin í prófkjörunum um daginn?

Varla má finna þessari miklu stefnubreytingu stað í Reykjavík. Þar skipa sömu sex einstaklingarnir efstu sætin og síðast. Nokkur breyting hefur þó orðið á valdahlutföllum þeirra innbyrðis. Þannig féll Jóhanna Sigurðardóttir úr efsta sæti listans í Reykjavík niður fyrir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir komst upp fyrir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, sem fékk miklu fleiri atkvæði en Bryndís fyrir fjórum árum. Sósíalísk bylting verkamanna og bænda? Tæpast!

Í Suðvesturkjördæminu gerðust þau einu tíðindi að Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir höfðu sætaskipti. Varla hefur það verið kornið sem fyllti mælinn hjá Stefáni Hrafni? Eða voru það kannski tíðindin úr Norðvesturkjördæminu? Þar var Karl V. Matthíasson færður af lista og segist hann hafa verið látinn gjalda róttæks uppruna síns. Þá var Gísli S. Einarsson færður í varaþingmannssæti, en Gísli er á þingi kunnastur fyrir að flytja frumvörp um hækkun lágmarkslauna.

Norðausturkjördæmið var að sama skapi tíðindalítið. Þar hætti Svanfríður Jónasdóttir á þingi, en hún verður seint talin neinn frjálshyggjupostuli. Hennar sæti tekur gamli Alþýðuflokksmaðurinn og héraðshöfðinginn Kristján Möller, sem kjöldró allaballann og Norðfirðinginn Einar Má Sigurðsson. Annar gamall Alþýðubandalagsmaður, Örlygur Hnefill Jónsson, verður væntanlega færður niður úr þriðja sætinu í samræmi við þann góða sið krata á Norðausturlandi að breyta niðurstöðum prófkjara.

Í Suðurkjördæminu stóra urðu þau tíðindi helst að varaformaður Samfylkingarinnar hélt sæti sínu naumlega eftir harða baráttu við Lúðvík Bergvinsson. Sigríður Jóhannsdóttir, einn þeirra þingmanna flokksins sem lengst stóðu til vinstri, féll í prófkjöri. Í hennar stað kom síungur og geysinútímalegur jafnaðarmaður, Björgvin G. Sigurðsson, sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki mynda vinstristjórn eftir kosningar heldur miðjustjórn með Framsóknarflokknum.

Af upptalningu þessari má sjá að allt tal um vinstrisveiflu í Samfylkingunni er út í hött. Frambjóðendur flokksins eru nánast þeir sömu og fyrir fjórum árum og þær litlu breytingar sem þó hafa átt sér stað virðast fremur mjaka flokknum inn á miðjuna. Er það raunar í góðu samræmi við þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar í nýlegu DV-viðtali, þar sem hann sagði það mesta afrek sitt í embætti formanns að hafa tekist að gera Samfylkinguna að evrópskum miðjuflokki. Verður það að teljast kostuleg útkoma úr ferli sem í fyrstu miðaði að því að búa til einn stóran vinstriflokk.

sp

Vefritið Múrinn

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli