Frétt

bb.is | 05.12.2002 | 08:13Þrjátíu ár liðin frá upphafi skuttogaravæðingar á Vestfjörðum

Júlíus Geirmundsson ÍS 270, fyrsti skuttogari Vestfirðinga.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, fyrsti skuttogari Vestfirðinga.
Þrjátíu ár eru í dag, 5. desember, frá því að fyrsti skuttogari Vestfirðinga, Júlíus Geirmundsson ÍS 270, sem útgerðarfélagið Gunnvör hf. á Ísafirði hafði látið smíða í Noregi, kom í fyrsta sinn til hafnar á Ísafirði. Á mánudag fyrir rúmri viku var hundrað ára afmæli vélvæðingar ísfirskra og jafnframt íslenskra fiskibáta en nú er minnst 30 ára afmælis skuttogaravæðingar á Vestfjörðum. Á Júlíusi Geirmundssyni hinum fyrsta í röðinni var 15 manna áhöfn. Skipið var 46 metrar á lengd, 9,5 metrar á breidd og 408 rúmlestir. Við smíðina var lögð áhersla á hagkvæmni og að öll vinna um borð yrði sem léttust. Júlíus var fyrsti togarinn þar sem hægt var að blása ísnum beint í kassa í lestinni. Einnig var í togaranum flottrollsvinda.
Mikill fjöldi fólks tók á móti skuttogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar hann kom til Ísafjarðar fyrir réttum þrjátíu árum enda voru þetta merkileg tímamót í útgerðarsögu Ísafjarðar og Vestfjarða. Fyrsti skipstjóri á Júlíusi var Hermann Skúlason, fyrsti stýrimaður Ómar Ellertsson og fyrsti vélstjóri Arthúr Gestsson. Vistarverur í skipinu voru allar mjög vandaðar og til íbúðar voru fimm eins manns klefar og sex tveggja manna.

Júlíus Geirmundsson var fyrstur í röð 6 togara sem samið hafði verið við norska skipasmíðastöð um smíði á. Kaupverðið var 120 milljónir króna sem gætu verið um 460 til 480 milljónir á verðlagi dagsins í dag.

Systurskip Júlíusar eru Framnes ÍS 708 og Stefnir ÍS 28 sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. gerir út. Stefnir er að vísu aðeins lengri. Júlíus þjónaði Ísfirðingum í tæp sjö ár en þá var hann endurnýjaður með stærra skipi.

Næsti skuttogari sem kom til Ísafjarðar var Páll Pálsson ÍS 102, en hann kom 21. febrúar 1973. Hann var smíðaður fyrir Miðfell hf. og var annar í röðinni af tíu 460 rúmlesta systurskipum sem íslenskar útgerðir létu smíða í Japan.

Núverandi Júlíus Geirmundsson er þriðji skuttogarinn með sama nafni. Fyrstur til að fá nafnið Júlíus Geirmundsson var 250 tonna bátur, smíðaður í Austur-Þýskalandi, sem kom til Ísafjarðar 2. mars 1967.

Júlíus Geirmundsson sem kom fyrir 30 árum heitir nú Hornsund og er skráður í Murmansk en eigendur eru norskir.

Siglfirðingur SI 150 var fyrsta skipið með skutrennu sem smíðað var fyrir Íslendinga. Hann var smíðaður í Noregi árið 1964 sem togveiða- og síldarskip og var eins konar frumherji hérlendis í nokkur ár. Haustið 1970 voru keyptir þrír notaðir og litlir skuttogarar frá Frakklandi. Útgerðarfélagið Ögurvík samdi um smíði tveggja 800 rúmlesta skuttogara í Póllandi vorið 1970. Þá um sumarið var að frumkvæði ríkisstjórnarinnar samið um smíði fjögurra 1.000 rúmlesta skuttogara á Spáni. Í ársbyrjun 1971 var samið við skipasmíðastöðina í Flekkefjord í Noregi um smíði sex 400 rúmlesta skuttogara fyrir fimm útgerðir á Vestfjörðum og eina á Dalvík. Vestfirsku útgerðirnar voru Gunnvör hf., Hrönn hf., og Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á Ísafirði, Álftfirðingur hf. í Súðavík og Fáfnir hf. á Þingeyri.

Vigri RE, skuttogari Ögurvíkur hf., kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn 24. október 1972, rúmum mánuði áður en Júlíus kom til Ísafjarðar, fyrstur togaranna frá Flekkefjord.

Sjá einnig:

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli