Frétt

Sælkeri vikunnar – Ingibjörg Ingadóttir | 04.12.2002 | 11:56Grískur saltfiskréttur

Ingibjörg Ingadóttir.
Ingibjörg Ingadóttir.
Ingibjörg Ingadóttir, kennari við Menntaskólann á Ísafirði, er Sælkeri vikunnar. „Ásgerður Bergsdóttir skoraði á mig um daginn en vegna þess að ég skrapp til Spánar, þá hljóp hún Edda Björg Kristmundsdóttir í skarðið. En nú er sem sagt komið að mér, þar sem ég sit ofan á allri ritgerðahrúgunni:) Mér til mikillar ánægju gefst mér tækifæri til þess að kynna fyrir lesendum, svona eins og salt á hnífsoddi, örlítið af grískri matargerð. Ég hef tekið eftir því að þeir sem hafa átt þess kost að ferðast um grískar slóðir eru gjarnan mjög hrifnir af grískum mat en finnst hann heldur í flóknara lagi og hráefnið sem notað er nokkuð ókunnuglegt.“
Ef grannt er skoðað er hægt að búa til mjög einfaldan grískan mat úr íslensku hráefni. Það er upplagt að kynna fyrir lesendum djúpsteiktan saltfisk sem er herramannsmatur og ljúffengur að sama skapi.

Einfaldur grískur saltfiskréttur:

Til þess að hafa uppskriftina eins hversdagslega og aðgengilega og hægt er, þá er best að hefja leikinn á að kaupa flak, eða flök, ef margir eru munnarnir, af nætursöltuðum fiski eða saltfiski. Ég nota ekki síður nætursaltað vegna þess að ef að stutt er í máltíðina, þá þarf ég ekki að útvatna fiskinn. Nú, þá þarf að flaka fiskinn og skera í bita sem eru um það bil 6 sentimetrar á lengd og eins og 4 sentimetrar á breidd, það lítur svo vel út á fatinu að lokinni steikingu.

Hrært er saman einfalt Orly-deig, það er 3-5 dl hveiti og eitt egg sem hrært er saman með pilsner eða bjór, ekki láta það verða of þunnt því þá er ósköp leiðinlegt að djúpsteikja með því. Yfirleitt bæti ég svolitlu af pipar út í djúpsteikingarsósuna til þess að bragðbæta. Fiskbitarnir eru síðan djúpsteiktir í jurtaolíu og settir á fat sem síðan má setja inn í ofn um 20 mínútum áður en á að bera réttinn fram. Það er upplagt að hafa með þessu kartöflurétt sem einnig er grískættaður og hann er einnig afar einfaldur.

Kartöfluréttur með með niðursoðnum tómötum og lauk:

Afhýðið kartöflur, tvöfaldið skammtinn sem fer venjulega í pottinn og skerið í sneiðar (hálfs sentimetra þykkar) Setjið 2 msk af ólífuolíu í pott og hitið aðeins. Skerið niður 2 rauða lauka, þeir mega vera fleiri, og leyfið hringjunum að halda sér. Setjið kartöflurnar út í og 1 dós af brytjuðum tómötum, bætið við 5 dl af vatni og látið krauma. Saltið og piprið eftir smekk og setjið síðan út í, og undir lokin 1 tsk af oregano og 2 tsk af steinselju. Gætið varúðar þegar þið hrærið í pottinum að kartöflusneiðarnar brotni ekki! Sjóðið réttinn í 15-20 mínútur og berið fram með saltfiskinum.

Njótið vel! Gott er að hlusta á tónlist eftir Theodorakis eða Hadjidakis undir borðum!

Ingibjörg skorar á Hörpu Jónsdóttur, rithöfund og kennara við Grunnskólann á Ísafirði, að gefa lesendum nýjan rétt í næstu viku.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli