Frétt

mbl.is | 03.12.2002 | 15:14Skilorð fyrir sex nytjastuldi og fjögur innbrot í apótek

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir sex nytjastuldi og eina tilraun, fyrir fjögur innbrot í lyfjaverslanir þar sem hann tók lyf að verðmæti tæpar 300.000 krónur, auk þriggja umferðarlagabrota, þar af tveggja alvarlegra. Öll brot mannsins voru framin í Reykjavík og Kópavogi á tímabilinu júlí til október. Braust hann inn í sex bíla, rauf kveikjulás þeirra og ók þeim um götur höfuðborgarsvæðisins.
Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að liðnum þremur árum haldi maðurinn, sem fæddur er 1980, skilorð. Auk fangelsisdóms var manninum gert að borga 98.000 krónur í skaðabætur og auk þess allan sakarkostnað, þar með talda 45.000 kr. málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.

Meðal brota mannsins var umferðarlagabrot að næturlagi seint í ágúst sl., en þá ók hann bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, heldur ók á allt að 120 km hraða á klst. austur Dalveg í Kópavogi, þar sem hámarkshraði er 50 km. Þaðan hélt hann áfram för sinni og ók fjórum sinnum gegn rauðu ljósi á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels, Breiðholtsbrautar og Seljaskóga, Breiðholtsbrautar og Norðurfells, Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Ók síðan austur Breiðholtsbraut með allt að 175 km hraða, en þar er hámarkshraði 70 km, og norður Suðurlandsveg þar sem hann stöðvaði loks aksturinn.

Dómari segir að með umferðarlagabrotum þessum hafi maðurinn orðið sekur um mjög vítaverðan akstur og mildi væri að ekki hlaust slys af. Samkvæmt ákæru væri hins vegar ekki krafist ökuleyfissviptingar vegna þessa. Heldur ekki vegna ítrekaðra bílstulda og heimildarlauss aksturs þeirra. Ákvað dómari engu að síður að maðurinn skyldi á grundvelli uppsafnaðra refsipunkta sviptur ökurétti í þrjá mánuði.

Maðurinn hefur frá því hann náði 18 ára aldri árið 1998 tvisvar hlotið dóm, annars vegar vegna umferðarlagabrots og í september sl. hlaut hann 45 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö, ár fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot. Vorið 1997 var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot í Danmörku. Þá gekkst hann undir sátt vegna umferðarlagabrota snemma árs 1998 og var þá sviptur ökurétti í eitt ár.

Meira á mbl.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli