Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 02.12.2002 | 15:13„Ekkert minna en upphaf byltingar“

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Merkasta atburðar í atvinnusögu okkar á síðustu öld var minnst á Ísafirði um fyrri helgi. Tilefnið var að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að vél var sett niður í bát á Íslandi og vélbátaútgerðin hófst. Það gerðist á Ísafirði og var Stanley, bátnum sem um ræðir, síðan haldið til róðra frá Ísafirði og Bolungarvík. Þetta er sannarlega tilefni til hátíðarhalda, því það er auðvitað augljóst að ekkert hefur markað eins djúp spor í okkar atvinnusögu síðustu aldirnar, bætt lífskjörin og gjörbreytt Íslandi úr fátæktarríki í velsældarríki og það að menn gátu horfið frá árunum og stundað sjóinn á vélknúnum fiskiskipum. Nöfn þeirra manna sem voru frumkvöðlar að þessu máli, Árna Gíslasonar og Sophusar J. Nielsen eigum við að letra gylltu letri í atvinnusögu okkar.
„Ekkert minna en upphaf byltingar“

Í raun er ótrúlegt til þess að vita, að ekki sé nema ein öld síðan að vélvæðing íslenskrar útgerðar hófst. Fram undir þetta hafa verið á lífi menn sem stunduðu árabátaútgerð sér til framfærslu sem ungir menn. Í dag er íslensk útgerð, stór sem smá, stunduð almennt á háþróuðum bátum og skipum þar sem beitt er mestu þekkingu og tækni sem fyrirfinnst.

Það er athyglisvert að vélvæðing íslenska bátaflotans varð á þremur til fjórum árum. Þannig hafa framfarirnar líka orðið í íslenskum sjávarútvegi æ síðan – í risastökkum.

Það er mjög hollt okkur nútímamönnum að rifja þetta upp. Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sagði við hátíðahöldin á Ísafirði við laugardag (en hann er einmitt afkomandi Árna Gíslasonar, formannsins sem ásamt öðrum hafði frumkvæði að því að vél var sett í fyrsta bátinn): „Þegar við lítum til baka réttri öld síðar getur engum blandast hugur um að að vélbátaútgerðin var ekker minna en upphaf byltingar að þessu leyti á Íslandi.“

Í fremstu röð

Íslenskur sjávarútvegur er vitaskuld í fremstu röð. Það vitum við. Hingað er litið eftir fyrirmyndum. Einfaldlega vegna þess að sjávarútvegurinn er grunnurinn sem annað er byggt á. Þessu er öfugt farið víða annars staðar. Þar nýtur sjávarútvegurinn ríkisstyrkja og gæti ekki lifað af án þeirra. Í mörgum ríkjum er sjávarútvegurinnn lágtekju atvinnugrein, útvegur jafnt og vinnsla, þrátt fyrir ríkisstyrkina, eða kannski vegna þeirra. Hér eru útgerðarfyrirtækin að greiða hæstu launin. Það byggist á því að framleiðnin er mikil og afköst íslenskra fiskimanna margföld á við það sem gerist annars staðar, jafnvel hjá miklum fiskveiðiþjóðum eins og Norðmönnum.

Okkar sjávarútvegur hefur þess vegna mikla sérstöðu. Þá sérstöðu verða menn að skilja og virða. Það er eðlilegt að útlendingar vilji tengjast þessari atvinnugrein. Hún er arðvænleg, gagnstætt því sem gerist víða í sjávarútvegi erlendis. Hingað geta menn sótt þekkingu og tækni. Það leiðir því af sjálfu sér að útlendingar sækjast eftir því að fá íslenskt fjármagn og þekkingu inn í sinn sjávarútveg. Þess vegna vilja menn fá Íslendinga til þess að fjárfesta í sjávarútvegi erlendis.

Erlend fjárfesting ekkert skilyrði

Ekkert knýr okkur hins vegar til þess að opna íslenskan sjávarútveg fyrir slíkri fjárfestingu. Hér á landi er til staðar þekking, og viljum við afla frekari þekkingar erlendis frá, þá er opnun á fjárfestingu útlendinga ekki skilyrði fyrir því. Við sjáum að mikil eftirspurn er eftir því að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi hér á landi, enda er öllum ljóst að sjávarútvegurinn verður um ókomin ár helsti styrkur atvinnulífsins okkar.

Að því lögðu grunninn frumkvöðlarnir sem skynjuðu kall tímans og hófu vélvæðingu útgerðarinnar fyrir einni öld. Við eigum einfaldlega að starfa í þeirra anda, skapa sjávarútveginum arðvænlegt umhverfi og treysta síðan á frumkvæði, útsjónarsemi og dugnað þeirra sem í greininni starfa hér á landi.

– Einar K. Guðfinnsson
formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.

Grein þessi birtist í Fiskifréttum.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli