Frétt

Sturla Páll Sturluson | 02.12.2002 | 10:47Hver var að hafna hverjum?

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Þegar ég las fyrirsögnina á frétt bb.is af kjördæmisþingi Samfylkingarinnar á Hólmavík þann 30. nóvember var það fyrsta sem kom upp í huga mér, hvort BB hefði fengið þá hugmynd að krydda aðeins upp á tilveruna í desember og hefði ákveðið að vera með allar fyrirsagnir í öfugmælastíl. Sé þetta rétt hugboð hjá mér með öfugmælin, þá er fyrirsögnin „Samfylkingin hafnar Karli V. Matthíassyni, 2. þingmanni Vestfirðinga“ ákaflega vel heppnuð hjá blaðinu.
En fyrir þau ykkar sem hafa ekki áttað sig á þessu nýja „trikki“ hjá BB, langar mig aðeins að rekja gang mála í þessu efni. Samfylkingin ákvað á sinum tíma að kjósa sér uppstillingarnefnd til þess að stilla upp á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar. Sú tillaga var samþykkt á haustdögum af meirihluta kjörinna fulltrúa á kjördæmisþingi sem einnig var haldið á Hólmavík. Þessa tillögu studdi m.a. nefndur Karl Valgarður Matthíasson.

Þessi ágæta nefnd lagðist síðan af fullum krafti í þá vinnu að setja saman þann öfluga og glæsilega lista Samfylkingarinnar sem nú hefur litið dagsins ljós. Mönnum þótti þó einn ljóður á: Karl Valgarður Matthíasson var ekki með á listanum, en hvers vegna?

Ef menn hefðu ekki vitað betur, var ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að Samfylkingin hafi hafnað Karli V. Matthíassyni, eins og segir í fyrirsögn BB. En BB vissi betur og því vöknuðu þær grunsemdir mínar að ritstjórn blaðsins hefði tekið þá skemmtilegu ákvörðun að krydda upp á skammdegið í desember með því að hafa allar fyrirsagnir frétta í öfugmælastíl.

Rétt fyrirsögn átti auðvitað að vera svona: „Karl Valgarður Matthíasson, 2. þingmaður Vestfirðinga, hafnar því að taka sæti á lista Samfylkingarinnar“.

Sannleikurinn er nefnilega sá, að Karli Valgarði Matthíassyni var boðið að taka fjórða sætið á listanum. Var nokkuð gengið á eftir honum með að taka það sæti, en því hafnaði Karl. Áður hafði Karl þó lýst því yfir að hann gæfi kost á sér á listann og þá ekki tilgreint eitthvert ákveðið sæti á listanum.

Það sem þingfulltrúar voru hins vegar að kjósa um á Hólmavík laugardaginn 30. nóvember, og var væntanlega tilefni öfugmælafyrirsagnarinnar í BB, var tillaga þess efnis að Gísla S. Einarssyni, öflugum, kraftmiklum og reyndum Samfylkingarmanni, yrði rutt úr þriðja sæti listans og kastað fyrir róða og Karl Valgarður Matthíasson settur þar inn í hans stað. Þessari tillögu voru þingfulltrúar að hafna. Samfylkingin stóð hins vegar með opinn faðminn mót Karli og bauð honum fjórða sæti listans eins og áður hefur komið fram.

Það var því Karl Valgarður sem hafnaði setu á lista Samfylkingarinnar, en ekki öfugt, eins og fullyrt er í öfugmælafyrirsögn BB.

Ég held að flestallt Samfylkingarfólk á Vestfjörðum hefði gjarnan viljað sjá nafn Karls Valgarðs Matthíassonar á framboðslistanum, en því miður hafnaði Karl setu á honum og þykir flestum okkar það miður.

Engu að síður er Samfylkingin að bjóða upp á öflugan lista með kraftmiklu og dugandi fólki. Ég skora á allt Samfylkingarfólk að vera ekki að horfa um of um öxl, heldur snúa saman bökum og hella sér út í baráttuna af fullum krafti, landi og lýð til góða.

Með baráttukveðju.

Sturla Páll Sturluson
formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli