Frétt

| 12.10.2000 | 09:27Þríburar í heiminn

Fjölskylda Halldóru Ragnarsdóttur og Jóhanns Péturs Ágústssonar, bænda á Brjánslæk á Barðaströnd, stækkaði til muna á þriðjudag þegar þríburarnir þeirra, tveir drengir og stúlka, komu í heiminn. Meðgangan gekk að sögn Halldóru mjög vel og var hún fótafær allan tímann ,,og hefði getað labbað sjálf inn á fæðingarstofu þess vegna". Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Halldóra og Jóhann Pétur vissu fyrst af fjölda barnanna í sónarskoðun eftir nítján vikna meðgöngu og sagði Halldóra að fréttirnar hefðu komið svo flatt upp á þau að einu viðbrögðin hefðu verið óstöðvandi hlátur. Tilhugsunin um börnin þrjú hefði svo haldið áfram að vera óraunveruleg ,,og það er fyrst nú að við trúum þessu". Eins og títt er um fjölburamæður dvaldi hún síðari hluta meðgöngunnar á fæðingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Eftir tæplega 36 vikna meðgöngu ákváðu börnin svo að tími væri til kominn að kveðja móðurkvið og líta á veröldina, svo að morgni dags á þriðjudag komu þau eitt af öðru með mínútu millibili, fyrst strákur, þá stelpa og svo aftur strákur. Systkinin hafa ekki fengið nöfn enn og ganga undir nöfnunum Jóhannsson a), Jóhannsdóttir b) og Jóhannsson c) á vöggudeildinni, foreldrarnir munu þó bæta úr þessu bráðlega.

Sá elsti þríburanna vó 2144 g við fæðingu og mældist 44 cm á lengd, stúlkan 2600 g og 47 cm og sá yngsti er stærstur barnanna, 49 cm og er jafnþungur systur sinni. Móður og börnum heilsast vel.

Fjölburafæðingin er sérstök að því leyti að foreldrarnir nutu engrar aðstoðar frjósemislyfja nema ef vera skyldi frá ,,heilnæmu sveitaloftinu" sagði Halldóra í samtali við Morgunblaðið. Tímasetning fæðingarinnar var líka einkar hagkvæm því þar sem hjónin eru fjárbændur þurfti Jóhann Pétur að klára smölun fyrir vestan í tæka tíð fyrir barnsburðinn, sem svo gekk eftir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá 7. janúar þessa árs voru 9 börn á aldrinum 0-5 ára í strjálbýli Patreksfjarðar, svo þessi eina þríburafæðing hækkar þá tölu um 25%. Hjónin á Brjánslæk leggja því sitt af mörkum við að draga úr fólksfækkuninni í heimabyggðinni.

Litlu krílin þrjú eiga tvo eldri bræður, Markús Inga, 10 ára, og Ágúst Vilberg, tveggja ára, sem að sögn Halldóru ,,tylla ekki tánum á jörðina fyrir hamingju frekar en pabbi þeirra og við hin". Þess má geta að í sveitum Barðastrandar var víða fáni dreginn að húni til að fagna fæðingu systkinanna.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli