Frétt

Jóhanna Sigurðardóttir | 29.11.2002 | 06:47Atvinnulausir úti í kuldanum

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ríkisstjórnin hefur hlunnfarið atvinnulausa um nálægt 15 þúsund krónur á mánuði eða 180 þúsund krónur á ári með því að hætta að miða atvinnuleysisbætur við taxta almenns fiskvinnslufólks á árinu 1997. Þetta staðfesti félagsmálaráðherra á Alþingi í gær, en svarar því í engu hvort atvinnulausir fái sömu hækkun og aðrir lífeyrisþegar um áramótin. Margt bendir til þess að svo verði ekki því eina sem ráðherrann svaraði að hækkun til þeirra í samræmi við meðaltalslaunaþróun yrði skoðuð um áramótin. Fjárlög næsta árs munu því væntanlega ekki gera ráð fyrir neinni hækkun til atvinnulausra í samræmi við hækkun til lífeyrisþega.
Ráðherrann hefur heldur enga skoðun á því hvort hætta eigi að skattleggja atvinnuleysisbætur eða að taka upp viðmið við launavísitölu í greiðslum atvinnulausra. Það er dapurlegt að svo skoðanalaus ráðherra og greinilega áhugalaus um málefni atvinnulausra skuli sitja í stóli félagsmálaráðherra. Ég hef beðið um utandagskrárumræðu um stöðu tekjulægstu hópanna í þjóðfélaginu, sem væntanlega mun fara fram í næstu viku.

Átakanleg staðreynd

Vaxandi fátækt í þjóðfélaginu og alvarlega stöðu tekjulægstu hópana má rekja til þess að ríkisstjórnin hefur nánast fryst skattleysismörk, skert barnabætur, kippt úr sambandi tengingu lífeyris- og atvinnuleysisbætur við eðlileg launaviðmið og tekið upp skattgreiðslur á lágtekjuhópa. Auk þess hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, einkum lyfjakostnaði, vaxið mikið. Framfærslan er því orðin miklu erfiðari en áður þrátt fyrir góðæri undanfarinna ári, sem ríkisstjórnin hefur séð til að hafi farið framhjá lágtekjuhópum. Afleiðing þessa er m.a. sú að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga við tekjulága hópa hefur vaxið gríðarlega, m.a. frá áramótum í Reykjavík um 40%. Sífellt berast fréttir af neyð fátækra sem leita þurfa til hjálparstofnana og sífellt lengri biðröð lágtekjufólks eftir mataraðstoð mæðrastyrksnefndar er átakanleg. Löng biðröð lágtekjufólks fólks hjá mæðrastyrksnefnd, sem örugglega mun lengjast nú fyrir jólin, endurspeglar afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart fátækum. Það er sú grátlega staðreynd sem fátækir standa nú frammi fyrir í aðdraganda jólanna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli