Frétt

bb.is | 28.11.2002 | 15:13Hallgrímur læknir frestar gildistöku uppsagnar um þrjá mánuði

Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir.
Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir.
Hallgrímur Kjartansson, yfirlæknir heilsugæslusviðs í Ísafjarðarbæ, sem sagt hafði upp starfi sínu frá 1. desember, hefur ákveðið að fresta því um þrjá mánuði eða til 1. mars að uppsögnin taki gildi. „Ég fylgi starfsbræðrum mínum að þessu leyti og mun fylgja þeim í þessari baráttu hér eftir sem hingað til“, segir Hallgrímur. Stjórn Félags íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hún kveðst binda vonir við að hugmyndir í viljayfirlýsingu sem heilbrigðisráðherra lagði fram í gær geti lagt grunn að lausn deilu heilsugæslulækna og ríkisins um starfsréttindi heimilislækna. Stjórnin kveðst reiðubúin að beita sér fyrir því að skapa sátt meðal félagsmanna um viðræður við ráðherra á grundvelli hugmyndanna.
Yfirlýsing Félags íslenskra heimilislækna 28. nóvember 2002:

Stjórn Félags íslenskra heimilislækna lítur jákvæðum augum á yfirlýsingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 27. nóvember sl. þar sem fram kemur vilji til að leysa deilu heimilislækna og yfirvalda um starfsréttindi heimilislækna. Stjórnin bindur vonir við að þær hugmyndir sem fram koma í yfirlýsingunni geti lagt grunn að lausn deilunnar.

Í yfirlýsingu ráðherrans kemur fram að hann sé viljugur að beita sér fyrir því að heilsugæslulæknar fari undan kjaranefnd, óski stjórn félagsins eftir því. Jafnframt lýsir ráðherra sig reiðubúinn að ræða gerð nýs samnings um störf sérfræðinga í heimilislækningum á læknastofum, verði sátt um að heimilislæknar fari undan kjaranefnd. Hugsanlegur samningur verði byggður á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna.

Stjórn félagsins mun þegar í stað hefjast handa um að kanna afstöðu félagsmanna til þeirra hugmynda sem kynntar eru í yfirlýsingu ráðherrans, þ.á m. hvort vilji þeirra standi til þess að fara undan kjaranefnd. Stjórnin er reiðubúin að beita sér fyrir því að skapa sátt meðal félagsmanna um viðræður við ráðherra á grundvelli hugmyndanna. Meirihluti heimilislækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði hefur lýst yfir vilja til að fresta aðgerðum í þrjá mánuði meðan unnið er að útfærslu þeirra. Brýnt er að lausn finnist á deilu heimilislækna og yfirvalda sem allra fyrst þannig að læknar fái nauðsynlegan vinnufrið og geti veitt almenningi í landinu þá þjónustu sem hann á rétt á.

Yfirlýsing Jóns Kristjánssonar heillbrigðis- og tryggingamálaráðherra 27. nóvember 2002:

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hyggst beita sér fyrir eftirfarandi úrbótum til að stuðla að eflingu heilsugæslunnar og aukinni nýliðun í röðum heimilislækna. Komi fram beiðni frá Félagi íslenskra heimilislækna um að heilsugæslulæknar fari undan kjaranefnd mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beina því til fjármálaráðherra að lagt verði fram lagafrumvarp hið fyrsta þar sem ákvörðun um laun heilsugæslulækna verði færð frá kjaranefnd þannig að samningsréttur þeirra verði með hliðstæðum hætti og hjá öðrum heilbrigðisstéttum.

Í framhaldi af framangreindri breytingu á samningsrétti heilsugæslulækna mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beina því til fjármálaráðherra að í viðræðum um gerð kjarasamnings verði lögð áhersla á þróun afkastahvetjandi launakerfis innan heilsugæslunnar, sbr. úrskurð kjaranefndar dags. 15. október 2002.

Jafnframt mun heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annað hvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilislækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli