Frétt

Guðni Ágústsson | 28.11.2002 | 13:18Réttur sjávarjarða til útræðis

Guðni Ágústsson landbúnaðrráðherra
Guðni Ágústsson landbúnaðrráðherra
Við lesum það í Íslandssögunni að þegar illa áraði flutti fólkið að sjónum. Við lesum í Íslendingasögunum að höfðingjasetrin voru nálægt sjó eða áttu ítök við sjó. Nútímabóndinn fær þetta vart skilið. Þegar hann ekur um Breiðafjörðinn sér hann þar fyrrum stórbýli með lítið undirlendi og litla ræktunarmöguleika. En þar er gott sauðland og þar er fjaran og sjórinn með öllu síni lífi og lífríki. Íslenski bóndinn sótti björg í bú og nýtti til þess öll ráð sem hann kunni og þó erfitt væri til lands þá gaf sjórinn og fjaran lengi það sem þurfti til að komast af.
Þegar ræktunarbúskapur varð lykilorð í íslenskum landbúnaði á síðustu öld urðu miklar breytingar. Sjálfsþurftarhugsunin vék fyrir nýjum tækifærum og bændur tóku þátt í þeirri þjóðfélagsbreytingu sem enn stendur. Landgæði og ræktunarmöguleikar voru aðgangur bænda að nýjum tímum, nýrri uppbyggingu, nýrri sókn. Þá gerist það að önnur gildi víkja og menn einhenda sér að nýjum verkefnum. Þéttbýlismyndun, verkaskipting, sérhæfing voru stór þáttur í þessum breytingum og bændur tóku þátt í þeim af heilum hug. Hlunnindabúskapur ýmiss konar var tímafrekur og oft erfiður og tækni til að létta störf fylgdi ekki öðrum tæknibreytingum. Þá tók sjórinn sinn skerf því það var aldrei hættulaust að róa til fiskjar á opnum bátum.

Samfara þessum breytingum varð til öflug stétt útgerðamanna sem samhliða veiðum stundaði vinnslu á sínum afla, bast samtökum um sölu afurða og vann gott starf fyrir þjóðarbúið. Þá var erfitt fyrir bændur að keppa við útgerðamennina í sjósókn, samgöngur stopular og vont að koma afla til vinnslu þannig að uppfyllti þá staðla sem til hennar voru gerðir.

Á þessum tímum háðum við einnig nýja sjálfstæðisbaráttu er landhelgin var stækkuð í áföngum í 200 mílur. Erlendu skipin hurfu og bændur og aðrir þeir sem stunduðu nærmiðin fengu að vera í friði með sín veiðarfæri.

Þó ég hafi ekki farið ítarlega yfir þessa þróun s.s. aflatölur, fjölda jarða sem nýttu sitt útræði, fjárhagslega hagsmuni og aðrar lykilstærðir tel ég ljóst að nýting þessara réttinda minnkaði mjög mikið. Það hlýtur að vera tengt mikilli veiði annarra á þessum tíma og tiltölulega lágu verði afurða, a.m.k. í samburði við það sem nú þekkist.

Þessi þróun hélt áfram, tækni jókst, skipum fjölgaði og þau stækkuðu og gátu sótt lengra en áður og haldið gæðum aflans lengur en áður. Svo fór að sóknin varð of mikil, fiskistofnar gáfu sig og nauðsynlegt var talið að takmarka sókn. Þá varð til grunnurinn að því fiskveiðistjórnunarkerfi sem við nú búum við.

Það kerfi var sett af illri nauðsyn, um það er ekki deilt. Það er miklu fremur deilt um hvernig það hefur þróast og hver áhrif þess eru á þjóðarhag og byggðir landsins. Það var von þeirra sem settu þetta kerfi í upphafi að það væri tímabundið og sá réttur manna að sækja í sameiginlegan sjóð auðlindarinnar yrði aftur virkur. Það hefur ekki gerst enn.

Það mál sem hér er sérstaklega til skoðunar er fyrir margra hluta sakir mjög áhugavert. Lögfræðingar hafa farið yfir þetta mál og eru auðvitað ekki sammála um þessa hluti. Ég þykist þó greina það í þeirra skrifum að réttur jarðanna sé fyrir hendi. Þessi réttur hefur verið metinn í fasteigna- og jarðamati og sannanlega eru þau nýtanleg með nútímatækni og nú er einnig nægur mannskapur til að sinna þessum störfum samhliða öðrum störfum í búskapnum.

Mig undrar ekki að þessi umræða sé komin fram með þeim hætti sem þessi fundur boðar. Hér eru tækifæri til að treysta byggðir og til að auka atvinnu og það er ekki undarlegt að eigendur vilji kanna með hvaða hætti þessi meinta eign þeirra sé virk. Og sjórinn við strendur landsins býður upp á fleiri möguleika en veiðar. Þar er hægt að stunda ýmsan atvinnurekstur, ég vil nefna hér kræklingaeldi, þannig að það er mjög skiljanlegt að vísað sé til fortíðar og þessi mál tekinn upp. Ég get ekki tekið afstöðu til þessa máls hér í dag en ég lýsi mig reiðubúinn til að vinna að lausn þess.

Þessi umræða minnir á annað mál sem fer hátt í umræðu dagsins. Það er þjóðlendumálið. Í áratugi höfðu menn deilt um það hver væri eigandi ákveðinna landssvæða. Ákveðnir flokkar vildu taka allt land af bændum og nýtingu þess. Deilt var um hvort til væri einskinsmanns land, hver færi með afnotaréttinn og hver færi með opinbert forræði landsins. Alþingi leysti það mál með lögum um þjóðlendur og ég tel að í samráði við bændur hafi verið mörkuð góð stefna. Ég er auðvitað ekki ánægður með allan framgang þess máls en ég er sáttur við hversu dómar féllu á Suðurlandi. Í þeim lögum er líka kveðið skýrt á um beitarrétt, nýtingu veiðiréttar og forræði. Þ

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli