Frétt

DV | 28.11.2002 | 12:00„Það vill enginn leigja einstæðri móður með barn“

„Ég er að springa úr áhyggjum. Ég vona bara að það gerist eitthvað gott,“ segir Viktoría Jónasdóttir, 22 ára einstæð móðir með 4 ára son, Theódór. Viktoría kveðst vera ein af fjölmörgum einstæðum mæðrum sem búi við afar kröpp kjör. Ekki sé hlaupið að því að fá samfélagslega aðstoð því hún liggi ekki á lausu, ef hún fáist þá yfir höfuð. Verst sé vonleysið og biðin sem fylgi þeirri baráttu. Viktoría fellst á að segja DV sögu sína þar sem hún viti til þess að fjölmargar aðrar einstæðar mæður eigi við svipuð vandamál að stríða, sem öll snúist um að reyna að ná endum saman, þ.e. húsaleigu og brýnustu framfærslu.
Viktoría lenti í ruglinu þegar hún var yngri. Hún ákvað þó fljótlega að snúa við blaðinu því þetta væri ekkert fyrir hana. Hún fór í fulla meðferð í júlí í sumar og fékk sér íbúð og vinnu á leikskóla þegar henni lauk. Eina húsnæðið sem hún fékk var kjallaraíbúð í Safamýri. Fyrir hana greiðir hún 70 þúsund á mánuði.

Fyrir skömmu veiktist hún illa og varð að hætta að vinna um skeið. Hún er nú á leiðinni út á vinnumarkaðinn aftur. „Nú er búið að segja mér upp íbúðinni frá næstu mánaðamótum nema ég greiði leigu fyrir þennan mánuð og næsta,“ segir hún. „Ég skulda á leikskólanum og hef beðið Félagsþjónustuna um aðstoð til að geta komið syni mínum þar inn þegar ég byrja að vinna aftur. Svarið þaðan hefur dregist frá degi til dags, viku eftir viku og enn veit ég ekkert. Ég hef einnig sótt um félagslega íbúð en er sagt að ég þurfi að bíða í 2–3 ár. Ég hef reynt að fá ódýrari íbúð á almennum leigumarkaði en svarið er ætíð það sama. Það vill enginn leigja einstæðri móður með barn.

Ég er að berjast við að fóta mig í samfélaginu eftir að ég kom úr meðferð en fólk virðist ekki fá neina aðstoð fyrr en það er komið á botninn,“ heldur hún áfram. „En ég ætla að standa mig hvað sem á dynur. Ég ákvað að standa upp og láta í mér heyra nú af því ég veit um fjölmargar einstæðar mæður sem eru á köldum klaka eins og ég.

Sumar þeirra hafa farið að dansa til að ná sér í pening. Ég veit til dæmis um eina einstæða móður með tvö börn sem fór að dansa og stunda fylgdarþjónustu til að lifa af. Ég vil ekki svoleiðis vinnu.“

Framfærsla Viktoríu hefur að undanförnu byggst á meðlagi, barnabótum og atvinnuleysisbótum sem hún hefur þó ekki fengið greiddar síðan 24. október sl. Hún hefur leitað til Mæðrastyrksnefndar um fatnað og mat. Þá hefur móðir hennar verið henni afar hjálpleg með ýmsar nauðþurftir. Hins vegar eru aðstæður fjölskyldu Viktoríu þannig að hún getur ekki búið hjá henni.

„Ég hef sem betur fer alltaf haft nógan mat fyrir strákinn minn meðan á þessu hefur staðið,“ segir hún. „Það gerir minna til með mig, þótt ég borði ekki reglulega. En ég sé engin úrræði með húsnæði fyrir mánaðamótin.“

DV á Netinu

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli