Frétt

| 11.10.2000 | 14:15Auðlindaskattur að hætti LÍÚ?

Ef frá er talin afstaða Íslendinga til heimskommúnismans og Varnarliðsins á Íslandi er fátt sem tendrað hefur heitari umræður meðal þjóðarinnar síðustu hálfa öld en kvótinn. Er það að vonum að skoðanir séu skiptar um stærstu auðlindina, að minnsta kosti í peningum talið, fiskinn í sjónum. Fiskveiðar og vinnsla sjávarafurða hafa staðið undir auðlegð lýðveldisins Íslands frá stríðslokum. Á ýmsu hefur gengið. En ef grannt er skoðað hafa efnhagsráðstafanir allra ríkisstjórna lýðveldisins snúist um það, hvernig skipta skal arðinum af fiskveiðum. Að sjálfsögðu hefur sú efnahagsstjórn verið rekin með því markmiði að þjóðin hagnaðist og unnt væri að byggja upp fyrirmyndar samfélag. Um leið hafa verið teknar ákvarðanir sem oft hafa ráðið gríðarlega miklu um afkomu þeirra sem stunduðu sjávarútveg, einkum eigenda atvinnutækjanna.

Saga stjórnunar efnahagsmála hefur verið því marki brennd, að skammsýni hefur oft ráðið. Upphefð Íslendinga í efnhagsmálum hefur nánast alltaf komið að utan. Góðar hugmyndir hafa hins vegar æði oft orðið skæklatogi íslenskra stjórnmálamanna að bráð. Afleiðingarnar hafa orðið hinar skelfilegustu fyrir þjóðina. Ef hlustað hefði verið á skoðanir og farið eftir tillögum hins látna heiðursmanns Benjamíns H. J. Eiríkssonar 1949 hefðu Íslendingar að öllum líkindum flýtt velmegun þjóðarinnar um áratug. Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hrinti svo tillögunum í framkvæmd áratug síðar. Fyrr voru Íslendingar einfaldlega ekki tilbúnir að breyta. Þeir voru fastir í viðjum vanans. Ávaxtanna naut þjóðin. Miklar breytingar urðu á flestum sviðum. En ekki tókst að laga til í viðskiptalífinu fyrr en tveimur og hálfum áratug síðar. Þá fyrst fór að miða og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fóru að láta undan.

Hvers vegna er þetta rifjað upp hér? Svarið er einfalt. Það er gert til þess að fá lesendur til þess að velta rækilega fyrir sér tillögum auðlindanefndarinnar. Hugmyndin að baki auðlindagjalds er allra góðra gjalda verð. En með nákvæmlega sama hætti og samfélagið var ekki reiðubúið að takast á við viðreisn um 1950 er margt sem bendir til þess að nú sé þjóðin ekki undir það búin að takast á við auðlindagjald. Deilurnar um kvótakerfið og þær miklu afleiðingar sem gróðavonin hefur haft á útgerð víða um land benda til þess að langt sé í land. Kannski er of langt gengið að segja að gróðafíknin ein ráði því að kvóti og fyrirtæki í sjávarútvegi hafi verið seld. En afleiðingarnar eru ljósar. Aflaheimildir hafa flust í stórum stíl frá Vestfjörðum og annað. Sorgarsagan af tilurð Básafells og endalokum þess hér vestra minnir helst á stuttmynd um ris og hnignun Rómarveldis til forna. Verst er að bæjarstjórn Ísafjarðar tengist þeirri sögu órjúfanlega.

Vel kann að vera að auðlindagjaldið feli í sér lausn. En óneitanlega vekur það athygli hve snöggir LÍÚ menn voru að leggja línurnar og afhenda ríkisstjórninni. Hóflegt skal það vera. Enginn virðist því eiga að greiða þjóðinni til baka kvótagróðann og þeir sem seldu á réttu augnabliki urðu ríkir. Það er ekki ný saga að mannasetningar skapi auð.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli