Frétt

Stakkur 48. tbl. 2002 | 27.11.2002 | 11:07Óvissa um framboð

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lauk á laugardaginn. Niðurstaða þess var einkar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Sú ályktun verður dregin hér, að eftirmál prófkjörs í Norðvesturkjördæmi hafa haft þau áhrif í Reykjavík, að frambjóðendur í prófkjöri hafi farið fram af nokkru meiri hógværð en ella hefði mátt búast við. Hvort sem sú er raunin eður ei urðu niðurstöður prófkjörs í Reykjavík einkar athyglisverðar fyrir tvennar sakir. Hið fyrra er að ungir karlar náðu góðum árangri. Hið síðara er eftirtekt vakti var hve konur virtust eiga erfitt uppdráttar. Sú þeirra sem bestum árangri náði, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, hlaut fimmta sætið, er mun væntanlega tryggja henni þriðja sætið á lista Davíðs Oddssonar. Aðrar konur voru mun neðar. Upp úr stendur að unga kynslóðin hefur hafið innreið sína.

Hvers vegna eru úrslit prófkjörs í Reykjavík gerð að umræðuefni hér? Svarið er á þá lund, að það sé gert vegna þeirrar staðreyndar að enn eru ekki öll kurl komin til grafar vegna þeirra vandræða er hlutust af framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Endurtalning hefur farið fram og leiddi ekki fram neitt nýtt, enda vart við því að búast. Engu að síður eru ekki allir sáttir og nægir að benda á mikla óánægju Vilhjálms Egilssonar. Svo á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins eftir að fjalla um málið og komast að niðurstöðu. Hverjir eru kostir hennar í stöðunni? Prófkjörið hefur farið fram. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé fýsilegt að endurtaka prófkjörið.

Það er öllum augljóst, að sú leið er fremur ólíkleg til þess að þjappa mönnum saman. Yrði hún farin mætti búast við því að hefndarsjónarmið réðu kosningabaráttu fremur en samstaðan, sem er landsbyggðinni einkar brýn um þessar mundir. Engu að síður er ljóst að framkvæmd þessa prófkjörs virðist hafa verið haldin nokkrum göllum, sem erfitt kann að vera að mæla, að minnsta kosti verður aldrei séð með fullri vissu hver áhrif utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar umdeildu urðu. Að auki má búast við því að sjónarmið um aukinn hlut kvenna kynnu að hafa einhver áhrif við endurtekt prófkjörs. Miðstjórn á eftir að segja sitt, en hún er í vandasamri stöðu, og kjördæmisráðið hefur síðasta orðið varðandi uppstillingu. Kjósandinn á að lokum síðasta orðið í kjörklefanum. Sú staðreynd undirstrikar hve vandmeðfarið málið er í heild sinni.

Á sama tíma er framsóknarmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson óánægður með annað sætið og Samfylkingarmaðurinn Karl V. Matthíasson orðinn herskár og krefst þriðja sætisins í sínum flokki. Vart verður því annað sagt en að nokkur óvissa ríki enn varðandi framboðsmál í Norðvesturkjördæmi. Því má heldur ekki gleyma, að ekkert er ljóst um Vinstri græna enn. Við því er að búast að óskir um framgang ungs fólks á framboðslistum til Alþingis eigi enn eftir að aukast.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli