Frétt

DV - Sigmundur Ernir | 27.11.2002 | 10:14Karlavæðing Sjálfstæðisflokksins

Niðurstaða prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina er söguleg. Varla hefur orðið önnur eins endurnýjun á meðal efstu manna á lista flokksins í höfuðvígi hans í ríflega sjötíu ára sögu hans. Þrír ungir menn, allir innan við hálffertugt, hlutu glæsilega kosningu og mega teljast öruggir með þingsæti að afloknum kosningunum í maí á næsta ári. Sigur ungliðanna er sigur flokksins. Aðrir stjórnmálaflokkar landsins eru meira og minna uppteknir af miðaldra frambjóðendum sínum.
Mikilvægt er að alþingismenn landsins spegli að einhverju leyti alþingi götunnar. Ungt fólk hefur bráðvantað á Alþingi um árabil. Í leiðurum DV hefur áður verið bent á að löggjafarsamkunda þjóðarinnar hefur í allt of langan tíma verið úr barneign. Fjölskyldumál og brýnustu úrlausnarmál heimilanna hafa verið afskipt á Alþingi. Fyrir vikið eru barnafjölskyldur aðalskattstofn samfélagsins.

Þessu munu ungir sjálfstæðisþingmenn breyta. Þeir munu hressa upp á Alþingi.

Miðaldra konur töpuðu fyrir ungu mönnunum um helgina. Karlavæðing Sjálfstæðisflokksins er að verða allnokkur. Eftir langa og nokkuð hægfara kvennabaráttu innan flokksins, sem hefur skilað konum áleiðis í nokkur örugg sæti á síðasta áratug, virðist sem bakslag sé komið í kvennapólitík þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins. Konur flokksins virðast einfaldlega ekki hafa náð eyrum kjósenda sinna með á að giska einni undantekningu, formanni allsherjarnefndar.

Það er eftirtektarvert að ef fram fer sem horfir mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp karlalista í öðru kjördæma borgarinnar. Sá listi flokksins sem Geir Haarde leiðir verður að líkindum einvörðungu skipaður körlum í öruggu sætunum. Á hinum listanum, sem formaður flokksins leiðir, er kona í þriðja sæti sem kemur særð út úr prófkjöri helgarinnar, sóttist eftir þriðja sæti en hreppti það fimmta. Þetta er áhyggjuefni fyrir flokk sem þarf ekki síst að höfða meira til kvenna en hann gerir.

Reyndar virðast konur almennt eiga erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum. Nokkuð víst er að engin kona mun leiða lista flokksins í þeim sex kjördæmum landsins sem raða þingmönnum á garða á vori komanda. Í aðeins einu þessara kjördæma er von til þess að kona verði í öðru sæti en það er á Suðurlandi. Alls óvíst er að kona nái öðru sæti í nýju Suðvesturkjördæmi og jafnvel líklegt að sterkasta þingkona flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafni allt niðri í fjórða sæti.

Þetta er ekki í takt við nýja tíma. Alþingi hefur vantað ungt fólk og sterkar þingkonur. Nóg er af miðaldra körlum á Alþingi, körlum sem vafra þar um án skoðana og skýrrar stefnu. Á sama hátt og Alþingi hefur vantað unga fólkið og ofurkonurnar hefur það vantað skelegga menn á borð við Pétur Blöndal sem kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina. Ástæðan er einföld. Pétur talar skýra pólitík. Framboð hans er svar við spurn eftir afdráttarlausum skoðunum.

Sjálfstæðisflokkurinn er að styrkjast jafnt sem veikjast þessa dagana. Innrás ungliðanna er söguleg og sömuleiðis slök útkoma kvenna. Vígaferlin allt í kringum höfuðborgina eru hins vegar að draga flokkinn niður á plan sem er fyrir neðan virðingu hans. Hin nýja Sturlunga í Norðvesturkjördæminu er aumkunarverð og sömuleiðis eru ófarir flokksins í nýja Suðurkjördæminu allveruleg. Þar er þingmanni kastað fyrir róða með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að allt verður vitlaust.

Sigmundur Ernir.

DV

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli