Frétt

| 10.10.2000 | 11:09Grimmdin gagnvart landsbyggðinni óskapleg

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Á hádegisverðarfundi verk- og tæknifræðinga um byggðamál sem haldinn var á fimmtudag í síðustu viku tók stjórnarformaður Byggðastofnunar, Kristinn H. Gunnarsson, upp hanskann fyrir landsbyggðina og sagði umræðu um hana neikvæða. Hann gagnrýndi bankana fyrir áhugaleysi þeirra á fjárfestingum og viðskiptum við fyrirtæki á landsbyggðinni og fjárfestingar þar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Á framsögu Kristins mátti berlega heyra að hann er ósáttur við umræðu um landsbyggðina og hversu neikvæð hún væri. Tók hann dæmi um umræðuna gagnvart flutningi ríkisstofnana út á á land. Allt ætlaði um koll að keyra ef flytja ætti nokkur opinber störf af höfuðborgarsvæðinu og út á land en t.d. heyrðist ekkert þótt 100 störf sjómanna á Ísafirði hefðu lagst niður á síðustu misserum. ,,Grimmdin gagnvart fólki á landsbyggðinni er alveg óskapleg og ósanngirnin eftir því. Einnig erum við stjórnmálamenn gagnrýndir harkalega fyrir okkar gjörðir, þrátt fyrir að stundum sé um að ræða hreina fimmeyringa," sagði Kristinn og vísaði m.a. til gagnrýni á flutning Byggðastofnunar til Sauðárkróks og flutning innheimtuverkefnis fyrir stofnunina til Sparisjóðs Bolungarvíkur.

Áhugaleysi bankanna

Kristinn gagnrýndi einnig bankana, sér í lagi Landsbanka og Búnaðarbanka, fyrir áhugaleysi þeirra gagnvart landsbyggðinni og fyrir viðskiptum og fjárfestingum í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækjum væri jafnvel neitað um viðskipti og tók Kristinn dæmi um útgerðaraðila á Þingeyri í því sambandi. Bankarnir hefðu varið milljörðum króna í líftækni- og símafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og keypt aðra banka í útlöndum. Þessu þyrfti að breyta því t.d. Landsbankinn ætti ákveðnum skyldum að gegna við landsbyggðina.
Sem fleiri dæmi um neikvæð viðhorf í garð landsbyggðarinnar nefndi Kristinn að menntamenn í Reykjavík og aðilar innan Háskóla Íslands hefðu á sínum tíma lagst gegn áformum um mennta- og háskóla á landsbyggðinni. Hvort tveggja hefði þó tekist vel, t.d. hefði Háskólinn á Akureyri bjargað bæjarfélaginu í þeirri stöðu sem það var í m.a. með fækkun starfa í iðnaði.

Koma þarf á jöfnuði

Kristinn rakti í stuttu máli hvernig byggðaþróunin hefði átt sér stað og taldi að margt hefði mátt betur fara. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar væri meiri en góðu hófi gegndi. Tekjur hefðu lækkað á landsbyggðinni á meðan þær hefðu hækkað á suðvesturhorni landsins. Mestu hefði skipt tekjulækkun í sjávarútvegi á meðan þensla hefði verið í þjónustustörfum og störfum hjá hinu opinbera á höfuðborgarsvæðinu. Koma þyrfti á jöfnuði þarna á milli með fleiri atvinnutækifærum á landsbyggðinni og betri þjónustu og aðstöðu fyrir íbúana sem þar byggju. Kristinn mælti með þeirri leið að áhersla yrði lögð á ákveðin svæði á landinu sem byggja ætti upp með fjölbreyttri þjónustu, svo straumur fólk lægi alveg eins þangað og til höfuðborgarinnar. Reynsla af slíkri stefnu víða erlendis væri góð og tók Kristinn dæmi um Noreg og Skotland í því sambandi. Þar hefðu stjórnvöld lagt ákveðnum landssvæðum lið í að byggja sig upp og sporna þar með gegn fólksflótta til stórborga viðkomandi landa.

Breyta þarf viðhorfum

Nefndi Kristinn að stjórnvöld væru að skoða aðstæður hjá Kanadamönnum, innan Evrópusambandsins og á Írlandi, þar sem gripið hefði verið til slíkra aðgerða. Hann sagði grundvallarmun vera á efnistökum þar og hér.
,,Á þessum svæðum er litið svo á að það sé hlutverk hins opinbera að reyna að hafa áhrif á þessa þróun. Hér á landi verður að viðurkennast að sú skoðun er enn ofan á að það eigi ekki að gera neitt. Það er mín niðurstaða. Byggðastefna á Íslandi byggist fyrst og fremst á því viðhorfi að það sé óeðlilegt að gera eitthvað til að snúa þróuninni við. Ég tel mikilvægt sem fyrsta skref að breyta þessu viðhorfi til að fá nægan stuðning við þær aðgerðir sem grípa á til. Það er mikil einföldun að segja að þessi þróun sé náttúrulegt lögmál. Það er eiginlega ósönn fullyrðing," sagði Kristinn.

Fjárfestar smeykir við landsbyggðina

Að loknum framsögum urðu umræður milli fundargesta og ræðumanna þar sem áhuginn beindist einkum að hugmyndinni um byggðakjarna sem styðja ætti við. Einn fundargesta sagði mikilvægt að þessir kjarnar yrðu að geta boðið upp á allar bestu aðstæður, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Annar benti á að fjárfestar væru tregir gagnvart verkefnum á landsbyggðinni og sagði að sum

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli