Frétt

bb.is | 25.11.2002 | 17:01Húseigendum boðnir samningar með fyrirvara um dómsniðurstöður

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur býður þeim sem þurfa að sæta eignarnámi íbúðarhúsa sinna vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna í Bolungarvík að ganga til samninga á grundvelli mats Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Torfasonar frá því í fyrravor. Boð þetta er gert „þar sem ljóst er að enn um sinn mun dragast að full málalok náist í þessu viðkvæma máli“. Áðurnefnt mat er mun lægra en síðara mat sem matsnefnd eignarnámsbóta gerði og Ofanflóðasjóður vill ekki una nema dómstólar staðfesti það. Í bókun bæjarstjórnar segir jafnframt, að hún sjái sig knúna til að skjóta úrskurði matsnefndarinnar til dómstóla. Bæjarstjórnin gerir þann fyrirvara við tilboð sitt um samninga, að lokauppgjör fari eftir niðurstöðum dómstóla.
Um mál þetta hefur verið fjallað ítarlega hér á bb.is.

Á bæjarstjórnarfundinum var til umræðu svarbréf Ofanflóðanefndar vegna fyrirspurnar lögmanns Bolungarvíkurkaupstaðar, Andra Árnasonar, um eignarnám fasteigna í Bolungarvík. Vegna þeirra svara sem frá nefndinni bárust lagði Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar, fram eftirfarandi bókun, sem samþykkt var með fimm atkvæðum, en einn bæjarfulltrúi var á móti og einn sat hjá:

„Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur tvívegis leitað eftir afstöðu Ofanflóðanefndar til kostnaðarþátttöku við eignarnám þeirra fasteigna í Bolungarvík sem hlíta þurfa uppkaupum vegna væntanlegra snjóflóðavarnarvirkja. Í bréfi Ofanflóðanefndar dagsettu 22. ágúst 2002 til bæjarstjóra kemur fram, að nefndin leggur til að Bolungarvíkurkaupstaður uni ekki úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta og skjóti málinu til dómstóla.

Í bréfi nefndarinnar til Andra Árnasonar hrl., dagsettu 5.nóv. 2002, er eftirfarandi tekið fram:

A) Uni bæjarstjórn úrskurði matsnefndar um eignarnámsbætur takmarkast kostnaðarþátttaka Ofanflóðasjóðs við 90% staðgreiðslumarkaðsverð, sbr. heimildarákvæði 13. gr. laga nr. 49/1997 með síðari breytingum.

B) Verði úrskurði matsnefndar skotið til dómstóla til ákvörðunar mun kostnaðarþátttaka Ofanflóðasjóðs taka mið af dómsniðurstöðu.

Það liggur fyrir að eina leiðin til að tryggja að Ofanflóðasjóður taki fullan þátt í uppkaupum fasteigna vegna eignarnáms er að fá dómstóla til að skera úr um hvort fara eigi að mati Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Torfasonar frá mars/apríl 2001, eða að mati matsnefndar eignarnámsbóta.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur tekur ekki afstöðu til þess hvert sé hið rétta staðgreiðslumarkaðsverð, þ.e. mat Tryggva og Gunnars eða mat matsnefndar eignarnámsbóta, og sér sig því knúna til að fá úr því skorið fyrir dómstólum og samþykkir hér með að skjóta úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta til dómstóla, og felur lögmanni bæjarsjóðs Bolungarvíkur að annast framkvæmd málsins af hálfu bæjarstjórnar.

Þar sem ljóst er að enn um sinn mun dragast að full málalok náist í þessu viðkvæma máli, samþykkir bæjarstjórn að bjóða þeim eignarnámsþolum, sem þess óska, að ganga til samninga á grundvelli matsgjörðar þeirra Tryggva Guðmundssonar hrl. og Gunnars Torfasonar verkfræðings frá mars/apríl 2001, með þeim fyrirvara að lokauppgjör verði samkvæmt ákvörðuðum eignarnámsbótum svo sem dómsniðurstaða kemur til með að verða.“

Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, lagði fram svohljóðandi tillögu áður en gengið var til atkvæða um bókunartillögu forseta bæjarstjórnar:

„Ég tel að ekki liggi nægilegur rökstuðningur Ofanflóðanefndar fyrir þeirri ákvörðun að hlíta ekki úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta vegna þeirra húsa við Dísarland og Traðarland sem ætlunin er að taka eignarnám í. Fyrir ári síðan eða 13/8 2001 barst lögfræðingi Bolungarvíkurbæjar bréf undirritað af Magnúsi Jóhannessyni f.h. ráðherra, þar sem staðfest var þátttaka sjóðsins um 90% þátttöku í ákvörðuðum eignarnámsbótum. Þann 5. nóvember sl. barst annað bréf til lögfræðings Bolungarvíkurbæjar, Andra Árnasonar, þar sem Ofanflóðanefnd hefur skipt um skoðun.

Ljóst virðist að atriði í lögum um eignarnám annars vegar og lögum um Ofanflóðasjóð hins vegar stangist hugsanlega á. Úr þessu þarf að fá skorið en ekki með því að etja saman íbúum (eignarnámsþolum) og bæjarstjórn Bolungarvíkur (eignarnema) í dómssal, þar sem þessir aðilar voru sáttir við niðurstöðu matsnefndarinnar. Ég óska eftir því að boðað verði nú þegar til fundar með Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins og formanni Ofanflóðasjóðs, til að fá skýrari svör og að öll gögn verði lögð fram. Að því loknu, eða á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður fyrir jól, verði tekin ákvörðun. Því greiði ég atkvæði á móti tillögunni?.

Forseti lagði til að tillögu Soffíu yrði vísað frá. Atkvæði féllu þannig að fjórir voru með frávísun, tveir á móti og einn sat hjá. Bókunartilla

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli