Frétt

Bryndís Hlöðversdóttir | 25.11.2002 | 16:12Sirkus Sjálfstæðismanna

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Hún ríður ekki við einteyming ógæfa Sjálfstæðismanna í uppröðunarmálum á lista flokksins. Það er nánast sama hvar niður er borið um landið, hver vitleysan rekur aðra. Enn er óleyst klúðrið í vesturkjördæminu, þar sem upp komst að reglur flokksins um meðferð kjörgagna höfðu verið margbrotnar í prófkjöri. Vilhjálmur Egilsson þingmaður sem tapaði slagnum um fyrsta sætið hefur kært niðurstöðu prófkjörsins til miðstjórnar flokksins og telur sætið hafa verið haft af sér með bellibrögðum. Miðstjórnin hefur ekki enn leyst úr því máli og satt best að segja er vandséð hvernig er hægt að halda á því öðruvísi en að endurtaka prófkjörið. Formaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið, sagði að reglur hefðu verið þverbrotnar en það átti að leysa málið með því að endurtelja! Þá lítur út fyrir að enn einn hildarleikurinn sé í uppsiglingu á Suðurlandi í tengslum við uppstillingu þar á bæ.
Endurnýjun á kostnað kvenna

Þá er það prófkjörið í Reykjavík um liðna helgi. Þar varð mikil endurnýjun í þingliðinu, ungir karlar unnu glæsta sigra og þrír þeirra verða líklega þingmenn á næsta kjörtímabili. Ungu konurnar sem voru ekki síður frambærilegar að sjá og heyra hlutu hins vegar ekki brautargengi og þær þingkonur sem fyrir voru á listunum riðu ekki feitum hesti frá prófkjörinu. Nú segja eflaust Sjálfstæðar konur að þetta hafi ekkert með kynferði að gera, aðeins spurning um hæfni einstaklinganna sem í hlut eiga, við höfum heyrt þá tuggu áður. Ekki ætla ég að leggja mat á hæfni þeirra sjálfstæðiskvenna og karla sem tóku þátt í prófkjörinu um helgina, en framhjá því verður þó ekki litið að Sjálfstæðisflokkurinn er langt á eftir samtímanum þegar kemur að brautargengi kvenna í flokknum og listi þeirra í Reykjavík er til skammar að þessu leyti. Í tíu efstu sætum eru einungis 2 konur og því miður er staða kvenna í öðrum kjördæmum ekki til að bjarga andliti flokksins í þessum efnum. Allt bendir til þess að engin kona leiði kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum, ef marka má nýlegar fréttir af uppstillingu á Suðurlandi þar sem margir töldu Drífu Hjartardóttur eiga möguleika á efsta sæti listans.

Bryndís Hlöðversdóttir

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli