Frétt

| 06.10.2000 | 16:05Aflatregða og bilanir gerðu út af við rekstur fyrirtækisins

Bú Skelfisks hf. á Flateyri var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Sigurbjörn Þorbergsson hdl. hefur verið skipaður skiptastjóri. Samkvæmt kröfunni nemur skuld Skelfisks hf. við Lífeyrissjóð Vestfirðinga kr. 7.125.664.
Fyrirtækið Skelfiskur hf., sem áður hét Vestfirskur skelfiskur hf., var stofnað árið 1993. Tilgangur þess var einkum veiðar, vinnsla og útflutningur á kúfiski. Reksturinn hefur lengstum gengið erfiðlega.

Fyrir tæpum tveimur árum eða í ársbyrjun 1999 var fjárhagur fyrirtækisins endurskipulagður. Þá voru 70 milljónir króna lagðar inn sem nýtt hlutafé og 60 milljónum af eldri skuldum og vanskilum var breytt í hlutafé.

Frá því í október 1998 var kúfiskveiðin mjög treg. Skel ÍS, veiðiskip félagsins, tafðist einnig mikið frá veiðum vegna bilana. Um miðjan febrúar 1999 kom síðan í ljós alvarleg bilun á skrúfuöxli og skipið missti haffærisskírteinið. Skipið fór í slipp á Akranesi og þar voru gerðar verulegar endurbætur á því. Viðgerðin varð þrefalt dýrari og tvöfalt tímafrekari en reiknað var með. Skipið var þá frá veiðum í liðlega hálfan annan mánuð.

Kúfiskaflinn í maí og fram um miðjan júlí á síðasta ári var sáratregur og til viðbótar héldu áfram bilanir af ýmsum toga, bæði smáar og stórar. Ágúst var eini mánuðurinn á síðasta ári þar sem afli var viðunandi eða um 900 tonn af skel. Stjórn félagsins íhugaði að stöðva reksturinn í lok júlí í fyrra en frestaði því þar sem aflaútlit taldist betra. Rekstrinum var síðan hætt fyrir einu ári og Skel ÍS var leigð til Þórshafnar.

Hin tregu aflabrögð voru lengi rakin til tæknilegra örðugleika við veiðarnar. Síðan hefur komið í ljós að um ofnýtingu er að ræða á þeim svæðum sem heimilt er að veiða á til útflutnings til Bandaríkjanna.

Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn um gjaldþrotaskiptin í Héraðsdómi Vestfjarða kl. 15 í dag. Úrskurðurinn var kveðinn upp að aðilum fjarverandi.

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli