Frétt

bb.is | 21.11.2002 | 15:01Höfundur Íslenskrar fjallasölu hf. meðal upplesara á „Opinni bók“

Sr. Örn Bárður Jónsson.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
„Það er mikilvægt að fólk hafi kjark til að tala og láti ekki ganga yfir sig“, segir séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, gamall Ísfirðingur sem meðal annarra les upp á „Opinni bók“, árlegri bókmenntavöku í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði á laugardag. Landsfræg varð smásaga hans, Íslensk fjallasala hf., sem birtist myndskreytt í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum. Séra Örn Bárður hlaut heldur bágt fyrir á æðri stöðum enda bar sagan þess merki að höfundurinn hafði „kjark til að tala“. Aðrir gestir bókmenntavökunnar að þessu sinni verða Már Jónsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Andri Snær Magnason, Harpa Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson.
Már Jónsson sagnfræðingur flytur erindi og les upp úr bókinni Til merkis mitt nafn, en ritið er samantekt hans á dómabókum Markúsar Bergssonar, sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-29. Sigurbjörg Þrastardóttir les úr verðlaunabók sinni, Sólar sögu, Örn Bárður úr smásagnasafninu Íslensk fjallasala og fleiri sögur og Andri Snær úr nýrri bók sinni, Lovestar. Þá les Harpa Jónsdóttir úr Ferðinni til Samiraka, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár, og Þorsteinn Guðmundsson úr Hundabókinni.

Séra Örn Bárður Jónsson hefur lengstum verið „skúffuskáld“ að eigin sögn og einkum sett saman ljóð. Svo vill til, að á laugardaginn þegar séra Örn Bárður les upp á Ísafirði eru liðin rétt 53 ár frá því að hann fæddist að Sólgötu 8 þar í bæ. Hann getur því haldið upp á afmælið á æskuslóðum að þessu sinni.

„Ég er alinn upp hjá foreldrum mínum en afi minn og frændfólk bjuggu líka í þessu sama húsi. Afi bjó fyrst að Hrannargötu 9, í húsi sem kallað var Skúrinn, en byggði svo húsið að Sólgötu 8 í kartöflugarðinum hjá sér“, segir séra Örn Bárður, og má geta þess, að gamlir Ísfirðingar muna að stundum var nýja húsið kallað Höllin enda var það ólíkt myndarlegra en Skúrinn. Líka mun það hafa kallast London í munni sumra, líklega vegna þess að Glasgow stóð við Hrannargötuna handan við.

Í fyllingu tímans fór Örn Bárður í Verslunarskóla Íslands og fluttist alfarinn til Reykjavíkur innan við tvítugt þar sem hann var kominn út í viðskipti og iðnrekstur. Síðar fór hann í guðfræði og lærði til prests. Þegar sagan Íslensk fjallasala hf. birtist í Lesbókinni fyrir um þremur árum vakti hún mikla athygli.

„Hún var hugsuð sem ádeila á að allt sem þjóðinni er heilagt virtist vera til sölu – hálendið, kvótinn, blóðið úr okkur, mennskan úr okkur – allt sett á markaðstorg. Með sögunni birtist mynd sem ég átti engan þátt í. Það var nú bæði grikkur og greiði af hálfu Moggans að birta þessa mynd því að hún auglýsti söguna svo rækilega. Ég sá hana ekki fyrr en ég fékk blaðið inn um lúguna. En sagan hefur lifað og fólk hefur verið að spyrja mig að undanförnu hvort þessi saga sé í rauninni ekki að rætast, og á þá til dæmis við deCode. Í þeim skilningi er hún kannski forspá“, segir séra Örn Bárður.

Í bókinni „Íslensk fjallasala og fleiri sögur“ eru átta smásögur sem eru felldar inn í eina tengisögu um sérstæða og ógnvænlega ferð, þar sem meðal annars brestur á Kötlugos og Kötluhlaup. „Ég er nú að spyrja mig hvort landið svari fyrir sig vegna ágangs manneskjunnar“, segir séra Örn Bárður. Og lokaorð hans eru: „Það er mikilvægt að fólk hafi kjark til að tala og láti ekki ganga yfir sig.“

Dagskráin „Opin bók“ í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði hefst kl. 16 á laugardag. Þar verða kaffiveitingar eins og venjulega.

bb.is 21.11.2002
Íslensk fjallasala og fleiri sögur

bb.is 09.10.2002
Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísfirðinga gefnar út

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli