Frétt

bb.is | 21.11.2002 | 13:30Undrandi á tillögum uppstillingarnefndar

Soffía Vagnsdóttir skólastjóri
Soffía Vagnsdóttir skólastjóri
Ég á von á því að það hafi komið mörgum á óvart, þegar frétt birtist á BB-vefnum í gær um tillögur uppstillingarnefndar á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Undrandi var ég. Þar leggur nefndin til að hafnað verði á listann sitjandi alþingismanni Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, sr. Karli V. Matthíassyni. Á kjördæmisþingi sem haldið var á Hólmavík nýverið var uppstillingarnefnd send heim af þinginu til verka sinna með það í vegarnesti, að tekið skyldi tillit til hinna gömlu þriggja kjördæma við uppstillingu í þrjú efstu sæti listans. Þ.e. að einn fulltrúi skyldi vera frá hverju hinna þriggja kjördæma í fyrstu þremur sætum.
Nú er orðið ljóst að uppstillingarnefndin hefur ekki farið að þeim tilmælum. Því er spurt: Er hún að bregðast skyldum sínum? Er hún að setja sér sínar eigin vinnureglur án tillits til þess sem henni hefur verið falið að gera? Hvar voru fulltrúar Vestfjarða í nefndinni þegar þetta var samþykkt?

Vestfirðingar eiga sitjandi þingmann. Hann heitir Karl V. Matthíasson og hefur einn héðan af svæðinu boðið fram krafta sína fyrir okkar hönd. Aðrir hafa ekki komið fram eða gefið kost á sér til setu á listanum. Þess vegna er hann sr. Karl fulltrúi okkar. Því kemur það gersamlega á óvart þegar komin er fram tillaga, þrátt fyrir mikinn og afgerandi stuðning við Karl V. Matthíasson hér heima í héraði, að honum verði stillt í fjórða sæti listans.

Karl hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna í eitt og hálft ár. Hann kom inn sem varamaður Sighvats Björgvinssonar. Karl hefur látið mjög að sér kveða á þingi þann stutta tíma sem hann hefur setið. Hann hefur verið talsmaður þeirra sem mest þurfa á stuðningnum að halda – talsmaður fjölskyldnanna í landinu. Hann hefur verið málsvari smábátasjómanna á Vestfjörðum. Hann hefur talað fyrir því að ábyrgðamannareglan í bankakerfinu sem hefur lagt margar fjölskyldur í rúst verði afnumin og hann hefur veitt öflugan stuðning tillögu um afnám skatta á barnaföt. Hér er fátt eitt nefnt af því sem sr. Karl hefur talað fyrir á þingi á því tæpa eina og hálfa ári sem hann hefur setið.

Í hinu gamla Vesturlandskjördæmi keppa tveir menn um hituna, Jóhann Ársælsson og Gísli S. Einarsson. Keppnin milli þeirra verður að fara fram í þeirra héraði. Í Norðurlandskjördæmi vestra hefur ein kona gefið kost á sér, Anna Kristín Gunnarsdóttir. Hún hefur óskað eftir öðru sætinu og fær það samkvæmt nýframkominni tillögu uppstillingarnefndar. Í Vestfjarðakjördæmi hefur einn maður boðið sig fram: Karl V. Matthíasson.

Það er að mínu mati afar mikilvægt að hlusta á grasrótina þegar verið er að vinna slíkt verk sem uppstilling framboðslista er. Þar sem prófkjöri í kjördæminu var hafnað með naumum meirihluta er ljóst, að starf uppstillingarnefndar var enn mikilvægara. Þess vegna eru vonbrigðin mikil, nú þegar niðurstaðan er ljós.

Eins og ég fæ lesið í stöðuna er það ekki uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar sem hefur gert tillögu að þessum lista. Þar hafa gamlir draugar verið með í för. Nefnilega draugar gömlu flokkanna sem á sínum tíma stofnuðu Samfylkinguna. Samfylkingin er einn flokkur og enginn annar flokkur er nefndur innan hennar. Þau skilaboð hafa líka komið skýrt fram frá forystu flokksins. Enda hefur þessi draugur fyrir löngu verið kveðinn niður í öðrum kjördæmum landsins. Þeir sem gleyma sér í þeim efnum þurfa að hugsa sinn gang. Þeir þurfa að gæta sín á að skaða ekki ímynd þessa öfluga stjórnmálaflokks sem náð hefur ótrúlegum árangri á sinni stuttu ævi. Þeir þurfa að rifja upp hver flokkurinn þeirra raunverulega er og fyrir hvað hann stendur.

Ég hef um það sterkan grun, að þeir sem náðu fram meirihluta um þessa tillögu listans hafi gleymt sér. Hafi hugsað sem svo:

Jóhann Ársælsson – Alþýðubandalagsmaður, Anna Kristín Gunnarsdóttir – Alþýðubandalagskona, Karl V. Matthíasson – Alþýðubandalagsmaður. Það gengur ekki. Selflytjum mann úr öðrum hreppi til að fá Alþýðuflokksmann í eitt af efstu sætum listans.

En, fólk – svona vinnum við ekki. Ef slík hugsun væri ofarlega í hugum fleiri, hvar er þá Kvennalistakonan á þessum lista?

Við höfnum ekki öflugum málssvara Vestfjarða sem hikar ekki við að tala okkar máli á Alþingi Íslendinga, vegna þess að endur fyrir löngu tilheyrði hann Alþýðubandalaginu, einum af þeim flokkum sem gengu í Samfylkinguna. Gleymum því ekki að sr. Karl þjónaði sem sóknarprestur á Vestfjörðum í nærri tíu ár – á Ísafirði, Suðureyri og Tálknafirði. Hann er vel kynntur af verkum sínum og er enn þann dag í dag oft kallaður til þjónustu á okkar svæði. Hann hefur verið duglegur að sækja okkur heim á þeim stutta tíma sem hann hefur starfað á þi

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli