Frétt

Árni M. Emilsson | 21.11.2002 | 09:14Samgönguráðherra er enginn bragðarefur

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
Það var fyrirséð að prófkjör sjálfstæðismanna á NV-landi yrði sögulegt, ekki síst vegna þess að þar sátu fyrir á fleti fimm öflugir þingmenn, sem allir sóttust stíft eftir a.m.k. einu af þremur efstu sætunum, sem líklega verður að telja örugg þingsæti. Það er almælt að allir þessir menn eigi erindi á hið háa Alþingi og þykir því illt að ekki er rúm fyrir þá alla eftir hinar nýju tiltektir á kjördæmaskipuninni, sem tókst eins óhönduglega, að naumast verður öllu lengra komist. Eins og alþjóð veit bera menn brigður á að rétt hafi verið staðið að framkvæmd á kosningu utan kjörfundar og raunar vitað um mjög alvarlega ágalla svo ekki verður við unað.
Kjörnir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sáu um alla framkvæmd prófkjörsins svo sem lög flokksins mæla fyrir um. Hvorki frambjóðendur né heldur fulltrúar þeirra hafa þetta á sinni könnu. Þess vegna finnst mér fulllangt seilst, þegar Vilhjálmur Egilsson alþingismaður reynir að gera Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra ábyrgan fyrir því sem miður fór í framkvæmdinni á Akranesi og um borð í fiskiskipi í Grundarfjarðarhöfn og raunar víðar í hinu nýja kjördæmi. Þótt betra sé að veifa röngu tré en öngu, þá verður alþingismaðurinn að finna betri rök gegn því, að Sturla leiði listann í kjördæminu að vori. Hvort stórkostleg utankjörfundarkosning á Skagaströnd hafi gefið jafngóða raun vegna þess að efnt var til happdrættis og annars gleðskapar í Kántríbæ um leið og kosið var þar nyrðra, skiptir ekki öllu úr því sem komið er, því viðurkennt er að ýmislegt hefur farið úrskeiðis.

Það er ljóst að við þessar aðstæður er prófkjör handónýtt tæki til þess að komast að niðurstöðu, sem sátt getur orðið um. Ástæðan er einfaldlega sú, að menn eru svo miklir „lokal patríotar“ að hver kýs sinn héraðsmann og eru með öllu ófærir um að lyfta sér í þær hæðir að flokkurinn njóti góðs af.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er vinnuhestur, grandvar og heiðarlegur maður og hreint ekki þeirrar gerðar að hann sitji undir því að vera settur á bekk með þeim sem stunda óheiðarleg vinnubrögð. Í kosningum þarf hann síst á slíku að halda, enda hefur hann hefðina með sér að sigra.

Sá sem hér heldur á penna hefur þekkt Sturlu í áratugi og þekkir hann býsna vel. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið og mætt miklum andbyr á stundum, eins og þeir geta reiknað með, sem fara með mikil völd. Hann hefur herst í mótlætinu og er reynslunni ríkari. Sturla er Snæfellingur í báðar ættir og hefur ræktað garðinn sinn þar vel. Þar þekkir hann hverja þúfu og fólkið, helst í marga ættliði. Það er engin tilviljun að í því mélinu er fylgi Sjálfstæðisflokksins sterkast á öllu landinu eins og tölur frá síðustu sveitarstjórnarkosningum staðfesta. Sturla hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn til afar sterkrar stöðu á Vesturlandi. Maður með slíkt bakland þarf ekki á því að halda að beita brögðum.

Árni M. Emilsson.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli