Frétt

bb.is | 21.11.2002 | 08:45Efnisríkt og vandað Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2002 komið út

Úr Ársritinu: Katalínaflugbátur kemur til lendingar á Pollinum á Ísafirði.<br>Mynd: Jón Páll Halldórsson.
Úr Ársritinu: Katalínaflugbátur kemur til lendingar á Pollinum á Ísafirði.<br>Mynd: Jón Páll Halldórsson.
Út er komið Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2002, fertugasti og annar árgangur. Efni þess er mjög vandað og fjölbreytt að venju. Má þar fyrst nefna samantekt eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing um upphaf vélvæðingar í íslenskum sjávarútvegi. Tilefnið er að þessa dagana er rétt öld liðin frá þeim sögulega atburði, þegar fyrsta vélin var sett í íslenskan bát. Þar er um að ræða sexæringinn Stanley á Ísafirði, sem þeir Árni Gíslason og Sophus J. Nielsen áttu. Lokið var við að setja vélina í bátinn 25. nóvember 1902 og var hann þá settur á flot og farið í reynsluferð frá Ísafirði til Hnífsdals.
Jón Páll Halldórsson fræðimaður á Ísafirði ritar um fyrsta Færeyjaflug Íslendinga og Færeyjaferð ísfirskra íþróttamanna árið 1949. Heimir G. Hansson sagnfræðingur og safnvörður á Ísafirði segir frá óhappafleyinu Skarphéðni, sem fórst við Hjaltland árið 1884, og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði fylgir úr hlaði frásögn Þorbjarnar Þórðarsonar læknis af læknisvitjun að Dröngum í Árneshreppi árið 1902.

Geir Guðmundsson fræðimaður og safnvörður í Bolungarvík ritar um hreppsverslunina í Bolungarvík 1917-1919, dr. Ólafur Halldórsson handritasérfræðingur ritar um og býr til prentunar Ágrip um ætt og æfi Jóns bónda Íslendings eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og Einar Jónsson fiskifræðingur frá Núpi í Dýrafirði fjallar um tvo garða forna við Núp.

Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur og Erna Sverrisdóttir bókmenntafræðingur segja frá tveimur ástarbréfum frá öndverðri 19. öld, Lýður Björnsson sagnfræðingur ritar samantekt sem nefnist Flatey verður verslunarstaður og Kristján Bersi Ólafsson fyrrum skólameistari fjallar um kennararáðningar á Ísafirði 1920-1924 og afskipti fræðslumálastjóra af þeim.

Fremst í Ársritinu er í minningu Guðmundar Inga heitins Kristjánssonar á Kirkjubóli birt ljóð um hann eftir Garðar Halldórsson, sem flutt var á hátíðarkvöldvöku í Króksfjarðarnesi árið 1983 þegar Guðmundur Ingi lét af formennsku í Búnaðarsambandi Vestfjarða. Einnig er í ritinu syrpa af gömlum ljósmyndum úr ýmsum áttum.

Ársrit Sögufélags Ísfirðinga kom fyrst út árið 1956 og heildarfjöldi lesmálssíðna er nú kominn yfir sjö þúsund. Ársritið geymir fjölþættan fróðleik um sögu Ísafjarðarsýslna og Ísafjarðarkaupstaðar að fornu og nýju. Það er því kjörið lestrarefni fyrir alla þá sem vilja kynna sér horfið þjóðlíf og menningarsögu þessa landshluta. Ritið er nú fáanlegt frá upphafi, ýmist í frumprenti eða ljósprentað. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Sögufélagi Ísfirðinga geta haft samband við Geir Guðmundsson, Vitastíg 16 í Bolungarvík, og verður ritið þá sent um hæl. Félagsmenn geta einnig fengið eldri árganga eftir því sem þeir óska.

Formaður Sögufélags Ísfirðinga er og hefur lengi verið Jón Páll Halldórsson, fræðimaður og áður lengstum framkvæmdastjóri á Ísafirði. Aðrir í stjórn félagsins eru Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Magni Örvar Guðmundsson, Geir Guðmundsson og Valdimar Gíslason. Ritstjórar Ársritsins eru Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli