Frétt

Stakkur 47. tbl. 2002 | 20.11.2002 | 09:14Kristinn annar!

Mikil eru umsvifin í stjórnmálabaráttunni í nýja kjördæminu okkar Vestfirðinga, Norðvesturkjördæmi. Framsóknarmenn komu saman að Laugum í Sælingsdal til þess að velja á framboðslistann að vori. Páli Péturssyni var þar velt úr sessi, þótt því hefði verið spáð í síðustu viku að hann kynni að verða fastur fyrir. Það reyndist haldlítill spádómur. Fleiri slíkir munu fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum ef að líkum lætur. Margt er óráðið í heimi stjórnmálamannanna. Það vakti nokkra athygli á kjördæmisþinginu að Laugum, að Kristinn H. Gunnarsson hlaut bestu útkomuna úr fyrri umferðinni um val í fyrsta sætið, en Magnús Stefánsson hreppti það er kosið var á milli þeirra félaga. Kristinn hafði hins vegar annað sætið í fyrstu kosningu. Herdís Sæmundardóttir úr Skagafirði hlaut hið þriðja.

Birkir Þ. Guðmundsson náði ekki væntingum sínum. En það gerði hins vegar Ísfirðingurinn Albertína Elíasdóttir, sem bauð sig ein fram í sjötta sætið og sýndi þar talsverð klókindi og verður hugsanlega einn af varaþingmönnum, sem við munum sjá taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili. Þar með fetar hún í fótspor ömmu sinnar, Magdalenu Sigurðardóttur. Fyrir Vestfirðinga er það góð niðurstaða að eiga fulltrúa sinn næsta öruggan í þinglið Framsóknarflokks að loknum kosningum í vor. Þar verður Kristinn annar á listanum. Kristinn hefur veðjað rétt á sínum pólitíska ferli, sem hófst fyrir Alþýðubandalagið heitið í Bolungarvík fyrir tveimur áratugum, hélt áfram er hann vann þingsæti fyrir sömu fylkingu 1991 og kristallaðist í vistaskiptunum yfir í Framsóknarflokkinn fyrir fjórum árum, þar sem hann hefur að vísu verið umdeildur en er nú formaður þingflokksins.

Athyglisvert var að fylgjast með kjördæmisþinginu á laugardaginn og fróðlegt að heyra hvernig félagsmálaráðherra brást við dómi flokksmanna sinna um áframhaldandi þingsetu á þeirra vegum. Það er athugunarefni og áhyggjuvert að stjórnmálaforingjar, sem komnir eru að lokum venjulegs starfsaldurs fólks, skuli ekki skynja það og skilja, að enginn er eilífur í stjórnmálum og þau eru svo umsvifamikil að ekki er ætlandi nokkrum manni að sitja á þingi eða í sveitarstjórn sleitulaust. Það er engum hollt og kann að koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun.

En það er vissulega rétt að ekki er heiglum hent að taka þátt í þeim grimma slag samherja sem val fulltrúanna er á lista stjórnmálaflokka. Það sýnir sig greinilega í umræðum og átökum er fylgt hafa í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og deilum þeim er komið hafa upp á yfirborðið í röðum Samfylkingar. Hitt má öllum vera ljóst, að þótt allt bendi til ótrúlegrar handvammar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, á Akranesi og ef til vill víðar, er versti kosturinn sá að endurtaka prófkjör. Hitt er sýnu verra að þátttakendur og stuðningsmenn þeirra sjást ekki fyrir í kappi sínu. Þar er óleystur vandi Samfylkingarinnar í kjördæminu.


bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli