Frétt

Leiðari 47. tbl. 2002 | 20.11.2002 | 09:12Valdið er vandmeðfarið

Allt bendir til að bæjarstjórn Bolungarvíkur sé í þeirri óþægilegu stöðu að sjá sér ekki annað fært en að vísa úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, vegna uppkaupa húseigna við Dísarland, sem standa í vegi fyrirhugaðra snjóflóðavarna í kaupstaðnum, til dómstóla. Ástæðan er að Ofanflóðasjóður neitar að hlýta úrskurðinum og krefst í þess stað að farið verði eftir eldra mati, þar til kvaddra tveggja matsmanna, sem var mun lægra. Þessari ákvörðun stjórnar Ofanflóðasjóðs virðist fátt fá haggað.

Enginn dregur í efa nauðsyn þess að unnt sé að vísa ágreiningsmálum til dómstóla sé annars ekki kostur. Í þessu tilfelli er þó eðlilegt að spurt sé hvers vegna dómstólar séu ekki strax látnir taka af skarið þar sem telja má fyrirsjáanlegt að deiluaðilar komi sér ekki saman um verðmæti eigna, sem í tilfellum sem þessum eru afrakstur ævistarfs viðkomandi einstaklinga. Löng bið, endalaust karp og óvissa fer illa með fólk. Eitt og sér er það ærið nóg að sjá heimili sitt jafnað við jörðu.

Skýr skilaboð Ofanflóðasjóðs, að sjóðurinn muni aðeins greiða 90% af því verðmætamati sem honum þóknast, og ekki una öðru án dómsúrskurðar, segir ef til vill meira en mörg orð um þá erfiðleika sem einstaklingar og sveitarfélög standa oft frammi fyrir þegar til ágreinings við ,,stóra bróður“ og fulltrúa hans, kemur.

Afstaðan ,,farðu bara í mál ef þú ert óánægður með hlutskipti þitt“ er auðveld í munni gerandans, sem efast ekki um vald sitt, en þeim mun dapurlegri í eyrum hins berskjaldaða þolanda. Ábendingar um dómstólaleiðina virðast nokkuð tamar tungu ráðamanna á þessum síðustu tímum.

Bæjarins besta hefur ekki látið sitt eftir liggja að krefja embættismenn sagna. Í tvígang á þessu ári hefur blaðið m.a. krafið sérfræðinga Veðurstofunnar skýringa á þeirri fullyrðingu talsmanns stofnunarinnar, að hættulegra sé að búa við tilteknar götu á Ísafirði, en vera úti í umferðinni. Í júní og aftur í ágúst, án árangurs. Eftir það hringdi starfsmaður Veðurstofu og kvað spurningum blaðsins verða svarað. Þau svör hafa ekki borist, nú nokkrum mánuðum seinna. Ef til vill hafa þau fokið út í veður og vind!

Ekki skal dregið úr ágæti þess að fara vel með almanna fé. Sú skilgreining nægir þó engan veginn sem afsökun fyrir þeim seinagangi sem orðið hefur á máli íbúanna við Dísarland.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli