Frétt

bb.is | 19.11.2002 | 14:32Leitað eftir stuðningi vegna endurbóta og viðgerða á Þingeyrarkirkju

Þingeyrarkirkja. Mynd: Vestfirðir / Hjálmar R. Bárðarson.
Þingeyrarkirkja. Mynd: Vestfirðir / Hjálmar R. Bárðarson.
Sóknarnefnd Þingeyrarsóknar hefur leitað til bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ eftir fjárframlagi til endurbyggingar Þingeyrarkirkju. Upphæð er ekki tiltekin en „vísað til hliðstæðu við framlög til Ísafjarðarkirkju undanfarin ár, að teknu tilliti til aðstæðna“. Kirkjan á Þingeyri var byggð á árunum 1909 til 1911 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar, sem fæddur var í Dýrafirði 1874, hefur verið nefndur fyrsti íslenski arkitektinn og varð síðar húsameistari ríkisins. Rögnvaldur teiknaði margar fallegar og merkar byggingar á stuttri starfsævi, svo sem Vífilsstaðaspítala, Pósthúsið í Reykjavík og fjölmargar kirkjur, þar á meðal Húsavíkurkirkju. Þingeyrarkirkja er á friðunarskrá og því eru allar viðgerðir á henni undir eftirliti Húsafriðunarnefndar ríkisins. Í greinargerð með málaleitan sinni til bæjaryfirvalda segir sóknarnefnd Þingeyrarkirkju:
Eins og háttvirtri bæjarstjórn mun vera kunnugt voru á síðasta ári hafnar viðamiklar endurbætur og viðgerðir á sóknarkirkjunni á Þingeyri... Um nokkurt árabil hafa staðið til viðgerðir á kirkjunni, en ekki þótti fært að hefja þær fyrr en nokkurt fé lægi fyrir eða loforð um styrki. Klæðning sem sett var á kirkjuna fyrir rúmum áratug reyndist endingarlaus. Þak kirkjunnar, turn og klukknaport reyndust þarfnast gagngerðrar viðgerðar. Einnig er knýjandi að fara að huga að endurbótum innanhúss.

Á árinu 2001 var ráðist í endurbætur utanhúss. Í samráði við Húsafriðunarnefnd var smíðuð ný turnspíra á kirkjuna, ásamt trékrossi eins og var á henni í upphafi. Skipt var um þakjárn á henni, einangrun í þaki endurnýjuð og ný viðarklæðning sett. Í klukknaporti voru nokkrir burðarviðir endurnýjaðir og á það sett ný viðar- og járnklæðning. Gluggar í því endurnýjaðir. Hin gallaða klæðing á veggjum kirkjunnar fjarlægð og kirkjan múruð upp á nýtt í upphaflegri gerð.

Að lokum skal þess getið, að í fárviðri sem gekk yfir á síðasta hausti skóf rokið svo grjót úr götunni, að göt komu á nær 30 rúður í gluggum á suðvesturhlið kirkjunnar, þar sem á götuna var ekki þá komið bundið slitlag. Aðeins bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram á þeim. Það er samdóma álit sérfræðinga Húsafriðunarnefndar ríkisins, sem og sóknarinnar, að vel hafi tekist til og kirkjan nú eins lík sinni upphaflegu gerð og kostur er.

Kostnaður við þessa endurbyggingu er orðinn verulegur og mun meiri en áætlað var í upphafi. Ljóst er að svo fámennur söfnuður sem Þingeyrarsöfnuður verður lengi að greiða hann upp. Þrátt fyrir góða styrki frá Húsafriðunarsjóði og Jöfnunarsjóði kirkna er söfnuðurinn með umtalsverða skuld.

Framkvæmdum er heldur engan veginn lokið. Ólokið er að ganga frá umhverfi kirkjunnar og skipta um gler í gluggum. Þá stendur fyrir dyrum að huga að viðhaldi innanhúss, sem þó verður ekki farið í fyrr en áðurnefndar skuldir eru upgreiddar. Á árinu 2001 var viðgerðarkostnaður 20.870.324 krónur, auk þess komu nokkrir reikningar á árið 2002, sem ekki er búið að taka saman.

Undir erindið rita, auk sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, sóknarprests, þau Sigríður Helgadóttir, formaður sóknarnefndar, Ragnar Ólafur Guðmundsson, Sigurða Pálsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Bergur Torfason.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fjallaði um ofangreint erindi sóknarnefndar á fundi sínum í gær og vísaði því til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Sjá einnig:

bb.is 17.07.2001
Turnlaus um stund en sá nýi verður hærri

bb.is 05.07.2001
Turnspíra tilbúin og bíður uppsetningar

bb.is 30.05.2001
Komin mynd á kirkjuna í ágústmánuði

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli