Frétt

Birkir Þór Guðmundsson | 19.11.2002 | 13:43Eiga menn rétt á sæti áður en þeir eru kjörnir?

Birkir Þór Guðmundsson.
Birkir Þór Guðmundsson.
Í gær birtist frétt á bb-vefnum með eftirfarandi yfirskrift: Bandalög Magnúsar og Árna í prófkjörinu héldu bara annan veginn. Hvernig er eiginlega komið fyrir lýðræðinu innan stjórnmálaaflanna á Íslandi? Ég er afskaplega hissa á félögum mínum eftir prófkjör Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson er ósáttur við niðurstöðu prófkjörsins þar sem hann telur sig hafa átt rétt á því sæti sem hann hafði sóst eftir. Eiga menn rétt á sæti áður en þeir eru kjörnir? Ég tel svo ekki vera. Menn geta hins vegar átt traust fólks, séu þeir traustsins verðir. Ekki svo að skilja að ég telji að þeir aðilar sem buðu sig fram í sæti á listann hafi ekki verið traustsins verðir.
Ég get ekki séð, óháð frambjóðendunum fimm í fyrstu sætin, að sá sem mest fylgi fékk í fyrstu umferð hafi átt sigur vissan í annarri umferð. Hafi það verið svo að stuðningsmenn Árna velji að kjósa Magnús frekar en Kristinn er ekkert athugavert við það. Þeir hljóta að hafa gert það eftir sinni bestu sannfæringu. Varla telja menn að mönnum hafi verið mútað, nei slíkt er fráleitt.

Menn telja ljóst að einhver bandalög hafi verið milli manna. Hvers vegna bindast menn bandalögum? Gera þeir það til þess að fara gegn sinni sannfæringu? Ég held ekki. Má ekki líta á stjórnmálaflokka sem bandalög (dæmi Alþýðubandalag)? Ég tel svo vera. Ég álít svo að menn velji sér þann flokk sem best er í takt við þeirra sannfæringu.

Mér finnst ómaklega vegið að Árna Gunnarssyni, þar sem látið er að því liggja að hann hafi farið gegn Páli Péturssyni. Réttur Árna Gunnarssonar er skýr að mínu mati. Hann hefur fullan rétt til þátttöku á pólitískum vettvangi þrátt fyrir sitt gamla starf sem aðstoðarmaður ráðherra. Mér finnst með þessari framsetningu verið að misbjóða grundvallarpersónurétti manna til þátttöku í stjórnmálum. Ég lít svo á, að með prófkjöri eigi að velja hæfustu einstaklingana til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Það er ekki laust við að mér finnist verið að gefa annað í skyn.

Ég tel að framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi hafi tekist vel til með vali sínu á framboðslista og er ég sáttur við niðurstöðuna eins og hún liggur fyrir. Ég skora á fulltrúa framsóknarmanna að hætta nú þessu tali um niðurstöðu prófkjörsins og snúa sér að þeim störfum sem þeim er treyst fyrir. Menn sem eru traustsins verðir ná langt. Ég trúi því og vona að það fólk sem valið er til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi sé traustsins vert. Nú er kominn tími til að menn sýni samstöðu og hætti þessum barnalegu hugarórum um niðurstöðuna.

Að lokum ætla ég að minna menn á eftirfarandi sem tekið er upp úr stefnu Framsóknarflokksins: „Framsóknarflokkurinn stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.“

Ekki gleyma fyrir hvað við stöndum, góðir félagar!

Birkir Þór Guðmundsson.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli