Frétt

Leiðari 40. tbl. 2000 | 04.10.2000 | 17:18Þingmanna bíður þrautin mörg

Mörg og mikilvæg verkefni bíða Alþingis Íslendinga, sem sett var á mánudaginn að lokinni kirkjulegri athöfn þar sem beðið var fyrir þingi og þjóð. Sátt hefur tekist með þingmönnum um að ljúka fjárlagagerð með fyrra móti. Að öðru leyti verður haustþingið með hefðbundnum hætti, utandagskrárumræður, fyrirspurnir og innihaldslítið karp.

Tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs mun sem fyrr tengjast sölu ríkisfyrirtækja og annarra eigna hins opinbera. Á stjórnarheimilinu virðist að mestu sátt um sölumennskuna. Meðal hinna fáu þingmanna úr bændastétt mun þó hafa vaknað spurning um hver yrði framtíð bænda, sem selt hefðu allar mjólkurkýr úr fjósi. Þá munu aðrir spyrja hvað bíði stjórnarherra komandi ára þegar ekkert er lengur til að selja.

En þá koma tímar og kannske ráð. Eflaust verður þá talið heillavænlegt að hækka bara skatta. Fáeinum þingmönnum hefur þó til hugar komið þessa dagana að skattalækkun sé tímabær, minnugir þess að allan þennan áratug hefur verið rætt um að lækka skatta á almennar tekjur. Mörgum finnst hægt hafa miðað í þessum efnum og hraði snigilsins verið þar á. Eftirtektarvert er að enginn þessara þingmanna hefur nefnt einu orði að uppræta beri tvísköttun lífeyris. Allir viðurkenna þeir þó að um tvísköttun er að ræða, andstætt öllum lögum og velsæmi. Segir þetta sína sögu um afstöðu löggjafarvaldsins til þeirra sem búnir eru að ljúka dagsverki sínu á vinnumarkaðnum.

Með reglulegu millibili leggja þingmenn áherslu á nauðsyn sambands við kjósendur, sem fram til þessa hefur helst verið sýnilegt fyrir kosningar. Í nýju kjördæmunum hyggjast landsbyggðaþingmenn ráða bót á þessu með því að ráða sér aðstoðarmenn að hætti ráðherra. Ef þingmenn hefðu borið gæfu til að gera landið að einu kjördæmi í stað þess afstyrmis sem þeir gátu af sér í baráttunni við að halda í þingsætin til að gæta hagsmuna sinna, hefði mátt nota til þarfari verka þá milljónatugi sem aðstoðarmannakerfið hlýtur að kosta.

Sjávarútvegsráðherra eygir loks von um að Auðlindanefndin láti á sér kræla. Engar sögusagnir hafa þó farið af því að seinagangurinn í nefndinni hafi haldið vöku fyrir ráðherranum, enda kveður hann kvótann í núverandi mynd ekki orsök byggðaröskunar og segir útilokað mál að hann geti hindrað fólk í að flytja búferlum ef það endilega vill standa í slíku.

Greinilegt er að sjávarútvegsráðherra hefur ekki miklar áhyggjur af hallarbyltingu í kjölfar starfa Auðlindanefndar.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli