Frétt

Kreml - Finnur Þór Birgisson | 16.11.2002 | 09:52Sturluð viðbrögð

Síðasta vika hefur verið undirlögð fréttaflutningi af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Það kom í ljós að vinnubrögð margra af kappsömustu kosningasmölum íhaldsins á Vesturlandi þoldu ekki dagsljósið. Farið var í spássitúr með kjörgögn, sem er gróft brot á prófkjörsreglum og raunar ótrúlegt virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins. Jafnvel Víkverji Morgunblaðsins gat ekki annað en gert grín af vinnubrögðunum, og sagði að ef þessir menn færu í göngur myndu þeir líkast til smala réttunum upp á afréttir.
Ekki hefur skort á viðbrögð við þessum strákapörum smaladrengjanna knáu. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi að hér væri á ferðinni fáranlegt brot á reglum flokksins. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er ekki aðeins einn helsti lögfræðilegi ráðgjafi formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur hefur einnig setið um árabil í kjörstjórn í Reykjavík, taldi að niðurstaða prófkjörsins væri í raun ómarktæk. Í harðorðum leiðara í DV segir Óli Björn Kárason að trúverðugleiki sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi hafi beðið alvarlegan hnekki. Seint verða þeir Jón Steinar og Óli Björn sakaðir um að ganga erinda andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Og hvaða sjálfstæðismenn þora að andmæla Davíð?

Jú, forystumenn flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þeir virðast hafa daufheyrst við þeim alvarlegu ásökunum sem bornar hafa verið á framkvæmd prófkjörsins. Þá vitna þeir í eitthvað óljóst samkomulag, og virðast telja að heimilt sé að semja sig frá kosningarreglum. Þegar umfjöllun var orðin nánar óbærileg ákváðu þeir samt að hittast á fundi í Hrútafirði og ræða málin. Niðurstaða þess var sú að telja ætti öll atkvæðin að nýju. Niðurstaða þeirrar talningar skuli síðan standa óhögguð.

Hvað getur unnist við að endurtelja þessi atkvæði? Í fljótu bragði verður ekki séð að það muni stoða mikið. Það er þegar búið að afgreiða öll utankjörstaðaratkvæðin og þeim hefur verið blandað saman við kjörfundaratkvæði. Í dag er ómögulegt að gera grein fyrir því hvaða atkvæðaseðlar hafi verið löglegir og hverjir ekki. Nema kannski að kjörnefndin treysti sér til þess að finna svikalyktina af þeim seðlum sem ekki eru löglegir. Að öðrum kosti getur endurtalningin varla talist annað en sjónarspil, sem blekkir vitaskuld ekki aðra en þá sem halda að kjörkassa beri að viðra reglulega og trúa því í fullri einlægni að Sturla Böðvarsson sé ótvíræður sigurvegari prófkjörsins.

Morgunblaðið birti á baksíðu sinni frétt af þessari dæmalausu niðurstöðu undir fyrirsögninni „Sjálfstæðismenn slíðra sverðin“. Öll meginopnan var síðan undirlögð umfjöllun um þennan fund og þar var fyrirsögnin „Kúrsinn tekinn á kosningarnar“. Daginn eftir neyddist Morgunblaðið síðan til þess að birta frétt af því að sjálfstæðismenn í Húnavatnssýslu og Skagafirði íhugðu sérframboð. Sverðin sem slíðruð voru í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins hafa orðið að brugðnum bröndum í föstudagsblaðinu.

En hvaða pólitísku afleiðingar hefur þetta mál? Vilhjálmur Egilsson hefur talið að málið snúist um pólitíska ábyrgð þeirra sem sigruðu í prófkjörinu. Það er í sjálfu sér skiljanleg afstaða hjá Vilhjálmi. Það hlýtur að vera erfið staða fyrir meinta sigurvegara prófkjörsins að eiga að skipa efstu sæti listans, vitandi að sigurinn vannst vegna þess að stuðningsmenn þeirra reyndust ekki vera sérlega vandaðir að meðölum í prófkjörsbaráttunni. Sérstaklega hlýtur staða Sturlu Böðvarssonar að vera veik, enda hefur hann verið með eindæmum ólánssamur í embætti samgönguráðherra. Sturla hefur því í raun mjög veikt umboð til að skipa forystusæti flokksins í kjördæminu. Ef úrslit prófkjörsins standa óhögguð og sitji Sturla sem fastast á lista flokksins, hefur kúrsinn sannarlega verið tekinn á sögulegt afhroð í kosningunum.

En prófkjörsklúðrið er ekki einkaklúður sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn í heild sinni stendur veikari eftir, láti flokkurinn það viðgangast að reglur hans séu þverbrotnar. Trúverðugleiki flokks sem virðir ekki eigin reglur hlýtur að bíða alvarlegan hnekki. Hvernig á að vera hægt að treysta flokki fyrir landsstjórninni sem getur ekki einu sinni farið eftir þeim reglum sem hann hefur sjálfur sett sér? Stjórnmálaflokkur sem lætur slíkt yfir sig ganga á það á hættu að missa allan trúverðugleika í augum kjósenda sinna.

Vefritið Kreml

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli