Frétt

bb.is | 15.11.2002 | 16:34Hátíð íslenskrar tungu haldin í Grunnskólanum á Ísafirði

Kátir krakkar með viðurkenningarnar sínar í dag.
Kátir krakkar með viðurkenningarnar sínar í dag.
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum á Ísafirði í dag enda lítið um skólastarf á hinum eiginlega hátíðisdegi sem er á morgun, laugardaginn 16. nóvember. Deginum var m.a. fagnað með því að veita verðlaun fyrir þau verk sem þóttu skara fram úr í Smásagna- og ljóðasamkeppni skólans í síðasta mánuði. Keppnin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og þótti takast með ágætum og stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður í skólastarfinu framvegis. Allir nemendur skólans, að undanskildum fyrsta bekk, geta tekið þátt í keppninni. Þátttakan var mjög góð í öllum árgöngum nema hjá unglingunum í 8.-10. bekk. Eflaust eru ýmsar skýringar á dræmri þátttöku þeirra, aðrar en skortur á hæfileikum. Menn bera við annríki, feimni og ýmsu fleiru sem vonast er til að unninn verði bugur á fyrir næstu keppni.
Allir sigurvegararnir fengu veglega bók að launum eins og telja má við hæfi. Að sjálfsögðu var tækifærið notað til að hampa öðrum sigurvegara úr annarri rithöfundakeppni, því að margir verðlaunahafarnir fundu í pakkanum sínum bókina Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur sem er kennari við Grunnskólann á Ísafirði og handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2002.

Í smásagna- og ljóðakeppninni litu dagsins ljós mörg frambærileg verk, sem aðstandendur keppninnar telja vel eiga erindi á prent, og verður úrval þeirra ásamt verðlaunaverkunum gefið út í kveri sem innan skamms verður fáanlegt í Bókhlöðunni á Ísafirði. Slíkt kver var gefið út á síðasta ári og er enn fáanlegt í skólanum fyrir 300 krónur. Andvirði kversins rennur óskipt í verðlaunasjóð, sem einnig er fjármagnaður með styrkjum frá fyrirtækjum. Að þessu sinni styrktu Sparisjóður Vestfirðinga og Íslandsbanki verðlaunasjóðinn myndarlega.

Í Grunnskólanum á Ísafirði er mikið keppnisfólk. Um leið og Smásagna- og ljóðasamkeppninni lauk í dag var Stóra upplestrarkeppnin sett en hún nær til allra nemenda í 7. bekk. Grunnskólinn á Ísafirði tekur nú þátt í henni í fjórða sinn en hún fer fram um allt land. Keppnin hefst ævinlega á Degi íslenskrar tungu og þar með hefst undirbúningur og þjálfun. Í lok janúar fer fram upplestrarkeppni innan hvers skóla og í mars munu Ísfirðingar keppa við jafnaldra sína frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Súðavík og Bolungarvík. Þá verða valdir þrír sigurvegarar sem hljóta peningaverðlaun.

Markmiðið með Stóru upplestrarkeppninni er að allir sem einn leggi rækt við góðan upplestur og skýra framsögn, efli þannig sjálfsöryggi og búi fólk undir að flytja mál sitt fyrir hópi fólks. Á undanförnum árum hafa nemendur Grunnskólans á Ísafirði náð ótrúlega góðum árangri í þeirri íþrótt. Afrakstursins var notið á hátíðinni í dag, því að nemendur sem sköruðu fram úr í upplestrarkeppninni á síðasta ári lásu verðlaunaverkin í Smásagna- og ljóðasamkeppninni fyrir skólasystkini sín og gerðu það með miklum sóma.

Á myndinni sem hér fylgir (smellið á myndina til að stækka hana) eru verðlaunahafarnir Guðrún Arnardóttir, Haukur Ingibjartsson, Andrés Hjörvar Sigurðsson, Anna María Stefánsdóttir, Linda Kristín Grétarsdóttir, Áslaug Aðalsteinsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Arnar Ingi Einarsson og Fjóla Aðalsteinsdóttir. Í hópinn vantar nokkra af verðlaunahöfunum en sumir voru veikir heima en aðrir farnir í íþróttatíma eða annað þegar myndin var tekin. Nöfn allra eru hins vegar hér fyrir neðan.

Verðlaunahafar og verk í Smásagna- og ljóðakeppninni:

Ljóðið Sólin eftir Guðrúnu Arnardóttur, 2.I
Sagan Spori eftir Hauk Ingibjartsson, 2.I

Ljóðið Sokkarnir eftir Andrés Hjörvar Sigurðsson, 3.Á
Sagan Konan og álfadrengurinn eftir Önnu Maríu Stefánsdóttur, 3.H

Ljóðin Fuglasöngur eftir Agnesi Ósk Marzellíusardóttur, 4.M
og Norðurljós eftir Hermann S. Hreinsson, 4.M
Sagan Kalli á seglbretti eftir Snorra Sigbjörn Jónsson, 4.B

Ljóðin Ljóð eftir Lindu Kristínu Grétarsdóttur, 5.H
og Gulur penni eftir Daníel Örn Kristjánsson
Sagan Skrítni maðurinn eftir Áslaugu Aðalsteinsdóttur.

Ljóðið Elding eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, 6.HG
Sagan Erfiður fjallgöngudagur eftir Hjört Ólafsson, 6.HG

Ljóðið Skaginn eftir Arnar Inga Einarsson, 7.B
Sagan Með ofurkrafta í einn dag eftir Fjólu Aðalsteinsdóttur, 7.S

Ljóðið Að eldast eftir Baldur Þ. Sigurlaugsson, 8.L

Ljóðið Lífið eftir Hildi Dagbjörtu Arnardóttur 10. MM
Sagan Blátt eftir Hildi Dagbjörtu Arnardóttur, 10. MM

Engin verðlaun voru veitt í 9. bekk enda var þátttaka lítil í þeim árgangi.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli