Frétt

DV - Óli Björn Kárason | 15.11.2002 | 14:00Trúverðugleiki bíður hnekki

Trúverðugleiki sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi hefur beðið alvarlegan hnekki. Framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninga í vor var með þeim hætti að furðu sætir og hneykslan. Í raun er ekki hægt að kalla prófkjörið annað en skrípaleik – skrípaleik sem virðist hafa tekist. Afleiðingarnar geta hins vegar orðið alvarlegar.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli varðandi framkvæmd prófkjörsins. „Reglurnar eru alveg klárar og það er ljóst að þetta var brot á reglum og auðvitað alveg fáránlegt brot“, sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag.

Allt bendir til þess að allar grundvallarreglur um framkvæmd kosninga hafi verið þverbrotnar. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík við síðustu alþingiskosningar, telur réttast að endurtaka prófkjörið, eins og fram kom hér í DV: „Þegar hlutlaus kosning á að fara fram þá keyra menn ekki með kjörseðla til manna í því skyni að fá þá til að taka þátt í prófkjörinu. Þetta er slíkt þverbrot á framkvæmd prófkjörs að öll niðurstaða í því er ómarktæk... Þetta prófkjör virðist ekki uppfylla neinar kröfur til þess að geta ákveðið uppstillingu á þessum framboðslista.“

Fyrir marga voru úrslit prófkjörsins – óháð framkvæmd þess – vonbrigði og veikja stöðu Sjálfstæðisflokksins innan kjördæmisins. Fram til þessa hefur verið gengið út frá því að sjálfstæðismenn fái þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Prófkjörið kann að breyta þar miklu. Enginn fulltrúi sjálfstæðismanna frá Húnavatnssýslu eða Skagafirði er í þremur efstu sætum framboðslistans. Að óbreyttu mun það draga úr mætti Sjálfstæðisflokksins í þessu nýja kjördæmi. Hér ræður ekki gamaldags hrepparígur heldur blákaldar staðreyndir um hvað teljist fýsilegt og hvað ekki í stjórnmálum.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun að óbreyttu skipa efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæminu með aðeins tæp 25% kjósenda á bak við sig í það sæti. „Ég er leiðtogi eftir þetta prófkjör og um það þarf ekki að deila“, lýsti ráðherrann yfir í samtali við DV á þriðjudag. Draga verður hins vegar í efa að allir sjálfstæðismenn í kjördæminu taki undir þessi orð Sturlu Böðvarssonar. Standi úrslit prófkjörsins óhögguð verður ráðherrann að minnsta kosti að sætta sig við að gegna leiðtogahlutverki í skugga trúnaðarbrests og tortryggni. Leiðtogahlutverk undir slíkum kringumstæðum getur vart talist eftirsóknar- eða öfundsvert.

Versta niðustaðan er að engin eftirmál verði af prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Fundur stjórnar kjördæmisráðs og kjörnefndar bendir til þess að svo verði. Haldið verður áfram eins og ekkert hafi í skorist og einföld leiksýning með endurtalningu sett á svið – sirkusinn fær að halda áfram.

Húnverskir og skagfirskir sjálfstæðismenn hafa verið særðir illilega af nokkrum félögum sínum. Djúp sár gera Sjálfstæðisflokknum enn erfiðara en ella að halda sínu í kjördæminu. Fyrir marga sem staðið hafa áratugum saman í eldlínunni í heitri kosningabaráttu verður erfitt og á stundum útilokað að greiða sínum gamla flokki atkvæði, hvað þá að leggja á sig vinnu til að tryggja flokknum góða kosningu.

Baráttuandinn verður aldrei sá sami og sannfæringin hverfur þegar menn telja sig hafa verið svikna. Og þegar samherjar og félagar eru grunaðir um launráð og sviksemi verða sárindin enn meiri.

Óli Björn Kárason

DV á Netinu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli