Frétt

bb.is | 15.11.2002 | 11:31bb.is besti netfréttamiðillinn á Íslandi samkvæmt ítarlegri rannsókn

Vefur fréttablaðsins Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is, hlaut hæstu einkunn fyrir gæði í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var á íslenskum netfréttamiðlum. Íslenskir netmiðlar eru þó almennt frekar slakir sé miðað við marga erlenda netfréttamiðla. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri mastersritgerð Brynhildar Ingvarsdóttur, en hún útskrifaðist í vor með M.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Emerson College í Boston. Lokaritgerðin ber heitið „Online Journalism in Iceland: How is it Faring?“ Ritgerðin byggir á rannsókn sem Brynhildur framkvæmdi og var úrtakið allir almennir netfréttamiðlar með íslenskt lén, sem uppfæra vef sinn minnst daglega.
„Vefur bb.is komst hærra en aðrir miðlar vegna þess að hann hafði yfirleitt eitthvað til að bera í öllum þeim þáttum sem ég greindi. Það voru engir þættir sem voru alveg útundan á þessari vefsíðu sem voru fyllilega vanræktir eins og kom fyrir á öðrum vefsíðum. Þeir lögðu meiri áherslu á að mynda einhvers konar samfélagslega þjónustu, þeir voru með mikið af tenglum yfir á aðrar þjónustusíður af ýmsu tagi, þeir leggja mikla áherslu á að nota myndir, en það er nú eina margmiðlunin sem notuð er. Ef ég man rétt þá voru þeir með meira af frumsömdu efni heldur en aðrar síður þannig að það virtist sem þeir legðu meira upp úr því að skrifa efni beinlínis fyrir vefinn, að þetta væri ekki endurunnið. Þeir voru líka með tengla að einhverju leyti bæði innan síðunnar og út fyrir síðuna, en það var eitthvað sem var mjög sjaldgæft. Þeir voru með þróaðri vefsíðu að því leytinu til að það var töluverð gagnvirkni á síðunni, könnun og leitarvél og ýmislegt sem gerir notandanum auðveldara fyrir og býður upp á meiri virkni notandans“, segir Brynhildur.

Rannsóknaraðferðin er nokkuð ný af nálinni og byggir á aðferð sem skiptir þróun netmiðla í þrjú þrep. Fyrsta þrep einkennist af því að þar er um að ræða „blað“ á vefnum en tækni internetsins er lítið sem ekkert nýtt. Í öðru þrepi er frumsamið efni, margmiðlun, tenglar, einhver gagnvirkni og möguleikar á persónusniði. Þriðja þrep einkennist af „fullnýtingu“ á tækni internetsins, en þar er efnið sett fram ólínulega, texti og margmiðlun fléttast saman í eina heild, gagnvirkni er mikil og þar eru miklir möguleikar á persónusniði.

Brynhildur segir að það hafi komið henni á óvart hversu stutt á veg íslenskir netmiðlar eru komnir í þróun í ljósi þess að á Íslandi ríkir almenn velmegun, hér er rík bókmennta- og útgáfuhefð og sterk þörf fyrir tengsl við umheiminn. Hún gaf sér þær forsendur að í ríku menntuðu og tæknilega þróuðu samfélagi þar sem 77% íbúa hafa aðgang að Internetinu ættu netmiðlar að hafa náð langt í þróun. „Þeir netmiðlar sem komust hæst voru komnir inn á svona mitt annað þrep. Það er enginn vefur sem kemst neitt nálægt því að vera kominn á þriðja þrep og flestir svona rétt að skríða upp úr fyrsta þrepi, þannig að meðaltalið er svona einhvers staðar í byrjuninni á öðru þrepi“, segir Brynhildur.

„Það sem mér fannst mest áhyggjuefni var að þessar fréttir sem almennt eru á vefjunum eru ekki fréttir í fullri lengd, þetta eru bara ágrip og það var gegnumgangandi einkenni. Það er greinilega ekki litið á þetta sem miðil af sama tagi og prent- og ljósvakamiðla. Það virðist vera gengið út frá því að fólk vilji bara fá rétt að skauta yfir fyrirsagnirnar og svo bara smá samantekt. Það hefur sýnt sig að fólk notar netmiðlana miklu meira og á annan hátt. Fólk er alveg tilbúið að fá fréttir þar, lesa alvöru fréttir“, segir Brynhildur.

En hverjar skyldu vera helstu skýringarnar á slakri stöðu íslenskra netmiðla að mati Brynhildar? „Að mestu leyti er ástæðan slæm fjárhagsstaða, þetta er náttúrlega lítill markaður. Því minni sem markaðurinn er, því minni auglýsingatekjur eru, og þetta er enn sem komið er byrði á móðurmiðli og þar af leiðandi er sáralitlu hægt að veita í þetta. En þetta er líka að hluta til takmörkuð sérþekking á þessum miðli sem fréttamiðli, ég held að það sé stór hluti af þessu líka. Ég held að þetta haldi áfram að þróast samhliða öðrum miðlum og að smám saman myndist þarna einhvers konar fjárhagslegt jafnvægi. Ég hef trú á því að það verði meira lagt í netmiðla þegar frá líður og þegar þekkingin er orðin meiri og þegar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun netmiðla og útbreiðslu þeirra“, segir Brynhildur að lokum.

Þess má geta að næstur á efir bb.is var vefurinn eyjafrettir.is, sem var reyndar mjög nálægt bb-vefnum að gæðum, svo sudurland.net og þar á eftir mbl.is, samkvæmt rannsókn Brynhildar.

Brynhildur útskrifaðist sem B.A. í sagnfræði með bókmenntafræði sem aukagrein árið 1995 með hæstu lokaeinkunn það árið og fékk viðurkenningu Sagn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli