Frétt

| 03.02.2000 | 15:54Konurnar ekki síðri þegar þær taka sig til

Jakob leiðbeinir Svanhildi Arnmundsdóttur.
Jakob leiðbeinir Svanhildi Arnmundsdóttur.
Námskeið í tréskurði stendur nú yfir á kvöldin í barnaskólanum í Hnífsdal. Kennari er Jakob Magnússon, tréskurðarmaður og bifreiðastjóri í Bolungarvík. Námskeiðið er samtals 24 klukkustundir á tíu kvöldum.
Á undanförnum misserum hefur Jakob haldið allmörg tréskurðarnámskeið, bæði hér vestra og syðra.

Jakob hefur stundað tréskurðinn af krafti síðustu fimm árin „Ég var búinn að ganga með þetta í maganum allt frá barnsaldri en sitthvað kom í veg fyrir að ég færi út í þetta af einhverju viti, svo sem fjarvistir vegna sjómennsku og annað. En eftir að því slotaði er ég búinn að sækja mörg námskeið. Fyrsti kennarinn minn var Bjarni Eyjólfsson en síðan hef ég verið á námskeiðum m.a. hjá Jóni Adolf Steinólfssyni og Hannesi Flosasyni.“

Segja má að Jakob sé öllum stundum við þessa iðju sína þegar tóm gefst, ef undanskilin eru jól og páskar, ýmist að afla sér gagna og frekari þekkingar eða eitthvað að föndra. Helstu viðfangsefnin eru klukkur, barómet, gestabækur og ýmsir skrautmunir, mest til gamans og gjafa til vina og kunningja.

Á námskeiðinu kennir Jakob grunnhandtökin og kemur nemendunum af stað. Jafnframt leggur hann þó á það áherslu að þeir sjái einnig einhverja smágripi eftir sig þegar námskeiðinu lýkur.

Efniviðurinn sem notaður er í útskurði er ekki mótatimbur, heldur valinn viður sem keyptur er til þessara nota. Albesti efniviðurinn er íslenskt birki, að sögn Jakobs. Það er þétt og jafnframt þjált til skurðar, en einnig er notað linditré og mahoní. Á námskeiðinu er mest notað mahoní. Það er að vísu í það harðasta til skurðar en að ýmsu leyti gefur það mestu möguleikana fyrir byrjendur, bæði varðandi handbragð og járnabeitingu.

Fyrir byrjendur í tréskurðarlist er gott að byrja með sex járnum eða þar um bil. Verkfærin sem annars eru notuð við tréskurð skipta hundruðum eftir mismunandi afbrigðum og útfærslum. Jakob segir að þeir sem dunda við tréskurð sér til ánægju komist þó vel af með fimmtán til tuttugu járn til flestra hluta.

„Allir geta lært þetta þó að fólk sé vissulega misjafnlega handlagið. Allir aldurshópar fást við tréskurð en meira er um að karlar leggi stund á hann. Þó eru konurnar alls ekki síðri í þessari list þegar þær taka sig til“, segir Jakob kennari.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli