Frétt

bb.is | 15.11.2002 | 08:11Vill færa Hafrannsóknastofnun undir umhverfisráðuneytið

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um flutning Hafrannsóknastofnunar frá sjávarútvegsráðuneyti til umhverfisráðuneytis. „Megintilgangur frumvarpsins er að undirstrika, að hér er um að ræða vísindastarfsemi, rannsóknastarfsemi á umhverfisþætti í vistkerfinu“, segir Kristinn, „þannig að eðlilegast er að hún sé undir yfirstjórn umhverfisráðuneytisins og tekin undan öllum tengslum við hagsmunaaðila. Það er óeðlilegt að mörgu leyti að beinir hagsmunaaðilar séu í yfirstjórn Hafrannsóknastofnunar og ég tel það skynsamlega ráðstöfun að tryggja að þeir vísindamenn sem að þessu vinna hafi fullt svigrúm til að sinna sínu starfi án afskipta hagsmunaaðila.“
Samkvæmt núgildandi lögum sitja fimm menn í stjórn Hafrannsóknastofnunar, skipaðir af sjávarútvegsráðherra, þar af einn án tilnefningar, einn tilnefndur af Fiskifélagi Íslands, einn tilnefndur af Landssambandi ísl. útvegsmanna, einn tilnefndur af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar og einn tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Þessu vill Kristinn breyta, þannig að umhverfisráðherra skipi menn í stjórn stofnunarinnar, þar af þrjá án tilnefningar, einn tilnefndan af Fiskifélagi Íslands og einn tilnefndan af starfsmönnum stofnunarinnar.

Kristinn kveðst hafa viðrað málið í þingflokki Framsóknarflokksins áður en hann lagði það fram. „Það var ekki lagst gegn því í þingflokknum að málið yrði flutt. Ég hef einnig viðrað þessar hugmyndir við aðila í sjávarútvegi sem telja þetta skynsamlega ráðstöfun og hvöttu til þess að málið yrði flutt, þannig að menn geti rætt hlutina út frá þessu sjónarhorni. Þetta er hins vegar ekki alveg ný hugmynd. Ég flutti svipaða tillögu fyrir nokkrum árum.“ Afdrif þeirrar tillögu urðu þau, að málið dagaði upp í þinginu.

Kristinn segir ómögulegt að segja hvort málið nái fram að ganga að þessu sinni. „Að svo stöddu býst ég við því að málið sé fremur í kynningu og verið að vinna fylgi við þessar hugmyndir sem fela í sér töluverða breytingu frá því sem verið hefur. Það tekur alltaf sinn tíma. Ég á hins vegar von á að þetta muni ná fram að ganga síðar, og sennilega innan ekki langs tíma.“

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

Með frumvarpi þessu er lögð til sú grundvallarbreyting að verkefni sem nú heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti verði flutt til umhverfisráðuneytis. Er þar um að ræða hafrannsóknir, friðun og ákvörðun um heildaraflamark úr einstökum fiskstofnum. Samhliða er gert ráð fyrir því að yfirstjórn Hafrannsóknastofnunarinnar verði færð frá sjávarútvegsráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Nái þessi breyting fram að ganga mun umhverfisráðuneyti ákvarða heildaraflamark ár hvert, hafa umsjón með rannsóknum og gera tillögur varðandi almennt skipulag veiða innan efnahagslögsögunnar, ekki síst þær er tengjast hafsbotninum. Þá mun ráðuneytið veita ráðgjöf um friðunaraðgerðir og notkun veiðarfæra, jafnframt því að setja almennar reglur um notkun veiðarfæra. Sjávarútvegsráðuneyti mun eftir sem áður annast stjórn veiðanna innan framangreindra marka og hafa yfirumsjón með eftirliti með veiðum og mati á sjávarafurðum.

Nauðsynlegt þykir að gera umrædda breytingu og leggja þannig ríkari áherslu en verið hefur á umhverfisþátt rannsókna og stjórn á álagi við hagnýtingu auðlindanna. Þetta er ítrekað með því að færa mikilvægar ákvarðanir og tillögugerð úr höndum beinna hagsmuna aðila til umhverfisráðuneytis. Ekki er eðlilegt að hagsmunaaðilar geti ráðið miklu um ákvörðun sem þá varðar miklu fjárhagslega þegar í húfi eru náttúruauðlindir sem þjóðin byggir afkomu sína á í svo ríkum mæli sem raun ber vitni. Það skiptir miklu máli að við ákvarðanir um hagnýtingu auðlindar sé litið til langs tíma og þjóðarhags.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli