Frétt

Múrinn - Kolbeinn Ó. Proppé | 13.11.2002 | 16:16Svona gera menn ekki

Flestir foreldrar og þeir sem hafa með uppeldi barna að gera kenna þeim að það sé ljótt að hefna sín. Í það minnsta eru þeir fáir leikskólarnir þar sem barn er hvatt til að berja annað barn hafi það orðið fyrir barsmíðum af hendi þess áður. Fáir foreldrar hvetja heldur börn sín til að henda grjóti í krakka sem áður hefur hent grjóti í þau, hvað þá að svara nú enn frekar fyrir sig og láta grjótrhríðina rigna á þeim eða eitthvað enn stærra. Því eru þessi sannindi tíunduð hér að eitt af stærstu herveldum heims rekur þessa hefndarpólitík með fullum stuðningi annarra ríkja.
Hér er að sjálfsögðu verið að ræða um hryðjuverkaríkið Ísrael. Segja má að utanríkisstefna Ísraels grundvallist fyrst og fremst á þessari hefndarreglu. Þar er ekki spurt um réttlæti eða ranglæti, aðeins um þau skilaboð að sýnast sterkur og töff. Í þeim tilgangi eru saklausir borgarar myrtir, hús þeirra jöfnuð við jörðu og grundvellinu kippt undan lífsviðurværi þeirra.

Nýlegt dæmi um þessa stefnu er innrás Ísraleshers í flóttamannabúðir í Tulkarem. Hún var gerð til að hefna fyrir svívirðilega morðárás sem gerð var á samyrkjubú í nágrenni Hadera. Þar réðist maður inn á búið og myrti fimm manns með köldu blóði, þar af tvö börn. Til að hefna fyrir árásina er einn fullkomnasti her heimsins ræstur út og látinn gera árás á flóttamannabúðir, jafna hús við jörðu og handtaka menn af handahófi. Hvaða afleiðingar ætli slíkar aðgerðir hafi á óharðnaða unglinga í flóttamannabúðunum? Líklega þær að gera þá að sjálfsmorðsárásarmönnum næstu kynslóðar.

Ótrúlegt er að heimsbyggðin skuli ekki fyrir löngu hafa gripið í taumana gagnvart Ísrael. Ímyndum okkur það að atburðir þessir gerðust ekki í Ísrael og Palestínu heldur á Spáni. Þar býr hópur manns sem vill lýsa yfir sjálfstæðu ríki og hefur gripið til ofbeldis og morðárása í því skyni. Hvað myndi heimsbyggðin segja ef Spánarher réðist inn í Baskahéröðin og skyti fólk af handahófi, myrti börn og unglinga og jafnaði hús við jörðu? Spánn yrði fljótlega settur út af sakramentinu í samfélagi siðaðra þjóða. Ísraelar fá hins vegar að fara sínu fram, í skjóli Bandaríkjanna, tiltölulega óáreittir fyrir utan smávægilegt kvabb í einstaka þjóð.

Nú hafa um 2600 manns látið lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna síðan Sharon kom þeim af stað með ögrunum sínum í september árið 2000. Eina lausn Ísraela er að drepa fleiri Palestínumenn. Palestínumenn eru margskiptir og öfgamenn innan þeirra raða sjá enga lausn aðra en að drepa fleiri Ísraelsmenn og sjálfa sig jafnvel um leið. Það er hins vegar fráleitt að láta öfgasinnaða hryðjuverkahópa ráða þeirri stefnu sem farið er eftir í heilum heimshluta. Hryðjuverkamönnum á ekki að gera svo hátt undir höfði. Semji Ísraelar við Palestínumenn um sjálfsögð mannréttindi hinna síðarnefndu er grundvellinum kippt undan starfsemi öfgahópanna og stuðningur við þá mundi snarminnka.

Þessi stjórnviska er Ísraelum hins vegar ekki gefin. Þeir þurfa enda ekki að reiða sig á visku á meðan Bandaríkjastjórn hvetur þá áfram með fjár- og hergagnastuðningi sínum og samfélag þjóðanna lætur þjáningar Palestínumanna sig litlu skipta. Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórn Íslands ekki fyrir löngu búin að leggja sitt af mörkum og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael? Ísland á ekki að vera í sambandi við ríki sem byggir allt sitt á blindri hefnd og ríkisreknum hryðjuverkum. Með því að slíta á tengslin við Ísrael væru sterk skilaboð gefin til alþjóðasamfélagsins um að láta hagsmuni hinna smáðu nú einu sinni ofar sínum eigin. En það er kannski til of mikils mælst.

kóp

Vefritið Múrinn

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli