Frétt

Birkir Þór Guðmundsson | 13.11.2002 | 15:54Erum við á réttri braut?

Birkir Þór Guðmundsson.
Birkir Þór Guðmundsson.
Nóg er komið af orðum í bili um vandann úti á landi. Runninn er upp tími aðgerða. Ég vil byggja landið, því án lífs er illa farið. Mikilvægt er að svara mörgum grundvallarspurningum og kemur oft upp í hugann umræðan um skynsamlega nýtingu auðlinda okkar. Auðvitað verður að beita aðferðum sem stuðla að sjálfbærri þróun og ganga ekki á landsins gæði, enda er það skylda hvers og eins að lífsmöguleikar komandi kynslóða og þess samfélags sem við viljum lifa í fari batnandi.
Erum við á réttri braut? Þegar skoðað er hvernig staðið er að auðlindanýtingu á Íslandi veltir maður því óneitanlega fyrir sér. Er eignaskiptingin og aðgengi að auðlindum okkar í takt við réttlætisvitund þjóðarinnar? Færist aðgengi að auðlindum í þjóðareigu á of fáar hendur? Hverjir ráða yfir arði af auðlindunum og er honum skynsamlega skipt með tilliti til langtímahagsmuna Íslendinga í huga?

Þetta eru spurningar sem stjórnmálamenn framtíðarinnar og samfélagið verða að ná sátt um. Þetta eru spurningar sem kalla á umræðu og stefnumótun. Við stöndum vissulega frammi fyrir því hvað á að ganga langt, hverju má fórna og hvað getur áunnist. Við búum sem ein þjóð í þessu landi og kominn er tími til að framkalla upplýsta umræðu þar sem hagsmunir og langtímamarkmið sitja í fyrirrúmi.

Það stefnir í átök þar sem stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar verða að takast á við þann vanda sem víða blasir við í atvinnumálum á landsbyggðinni og þar má pólitíkin ekki skorast undan ábyrgð. Það getur varla höfðað til réttlætisvitundar Íslendinga, að einstök byggðarlög í þessu landi sem hafa byggt afkomu sína á undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar leggist af.

Stundum er talað um að Ísland sé hreint land og eigi þess vegna möguleika á því að vera í fararbroddi hvað varðar örugga og heilbrigða matvælaframleiðslu. Þetta er vissulega rétt enda er okkar landbúnaðarframleiðsla gott dæmi um það. Mörg þeirra vandamála sem glímt er við víða í öðrum löndum eru með öllu óþekkt hér. Þetta eigum við að vera þakklát fyrir enda felast í þessu sóknarfæri.

Sem betur fer eigum við bændur á Íslandi sem eru stoltir að því að vera bændur. Því miður er því ekki alltaf þannig farið. Ég er sammála þeim sem vilja skilgreina hlutverk þeirra sem vinna við landbúnað upp á nýtt og taka tillit til þess fjölþætta hlutverks sem íslenskur landbúnaður hefur.

Ég er bjartsýnn á framtíð okkar og tel að með samstilltu átaki megi snúa til betri vegar. Það skiptir miklu máli hvernig fólk við veljum til ábyrgðarstarfa í þágu þess samfélags sem við viljum búa í. Ég læt mig varða velferð þeirra sem búa á landsbyggðinni og vil líðan borgarbúa betri. Byggja verður brú á milli hagsmunahópa og skapa samstöðu um raunhæfar aðgerðir. Ég tel það mikilvægt, ef við ætlum að sjá í framtíðinni sterka og framsækna landsbyggð. Ég gef kost á mér til ábyrgðarstarfa í þágu samfélagsins og sækist eftir 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

– Birkir Þór Guðmundsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli