Frétt

Múrinn / Sverrir Jakobsson | 12.11.2002 | 15:22Ys og þys út af engu

Núna um helgina hélt Samfylkingin í Reykjavík og nýju SV-kjördæmi prófkjör. Næstu vikur á undan flæddu auglýsingar frambjóðenda yfir íbúa höfuðborgarsvæðisins og reynt að magna upp spennu í kringum gjörninginn. Niðurstaðan var hins vegar sú að lokum að Samfylkingin mun tefla fram sama lista og hún gerði seinast. Öll lætin og auglýsingamennskan reyndust vera heljarmiklar umbúðir um ekki neitt, svona dálítið eins og Samfylkingin sjálf. Já, og Össur reyndist fylgislítill að vanda. Ekki halda að samfylkingarfólk missi af tækifæri til að niðurlægja formann sinn.
Á listum Samfylkingarinnar næsta vor verður sem sagt heilmikil endurnýjun, þ.e.a.s. listarnir frá 1999 endurnýja sjálfa sig. En ekki má líta framhjá því að þegar öllu skruminu og fjáraustrinum linnir þá blasir það við að þessi prófkjör hafa ekki skilað neinni annarri niðurstöðu en hvaða uppstillingarnefnd sem er hefði komist að. Og til hvers er þá leikurinn gerður?

Oft halda íslenskir kratar því fram að þeir séu Evrópusinnaðir. Þegar kemur að prófkjörum er hins vegar fyrirmyndirnar sóttar til Ameríku og forkosninga þar. Í slíkum forkosningum njóta menn þess að vera efnamenn (eða afkvæmi efnamanna) en þurfa annars að skuldsetja sig eða leita á náðir styrktaraðila. Og það hefur vissulega áhrif á málflutning þeirra. Ameríska forkosningakerfið tryggir það að þeir sem ekki hafa öfluga bakjarla eða mikla fjármuni að baki eiga ekki raunhæfa möguleika á að hafa pólitísk áhrif. Þetta lýsir sér í því að stóru flokkarnir tveir hafa pólitíska einokunaraðstoðu sem enginn getur rofið, þrátt fyrir að viljinn sé fyrir hendi. Ekki nema að hann sé milljarðamæringur eins og Ross Perot. Meirihluti kjósenda er meira að segja skráður í kjörskrá sem stuðningsmaður annars hvors flokksins. Almennur kjósandi í Bandaríkjunum getur ekki hafnað öðrum flokknum nema að kjósa hinn, hversu lítinn samhljóm sem honum finnst hann eiga með flokknum. Og alls staðar skipta peningarnir öllu máli, menn þurfa að reka dýra kosningabaráttu til að komast í framboð og enn dýrari baráttu þegar í framboð er komið. Í öllu þessu ferli hafa „kostunaraðilar“ mikil áhrif, þeir ráða því hvort frambjóðandi á möguleika eða ekki.

Prófkjör af því tagi sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn héldu um helgina eru angi af sama meiði. Allir frambjóðendur sem vilja eiga möguleika þurfa að láta framleiða auglýsingabækling sem hannaður er af fagmönnum, kaupa sér auglýsingar í blöðum og eyða fé og meira fé. Og þetta er bara til þess að ganga í augun á eigin flokksmönnum. Þeir eru ekki ennþá byrjaðir að metast um hylli almennra kjósenda.

Í Evrópu hafa flestir stjórnmálaflokkar annan hátt á, ekki síst jafnaðarmannaflokkar. Þar er engum smalað í flokk til að taka þátt í prófkjöri. Flokkarnir treysta sínum eigin stofnunum og innviðum til að finna hæfa frambjóðendur. Mikil áhersla er lögð á að hleypa að fólki af ýmsum toga, t.d. konum og ungu fólki. Meðal jafnaðarmanna á Norðurlöndum þætti það hlálegt ef formaður flokksins gumaði af því að ungliðar ættu einhver vonarsæti neðarlega á listanum. Sem auðvitað ná á þing ef stórkostlega fylgisaukningin kemur sem líka átti að koma síðast en kom ekki.

Þetta er allt að koma. Þeir sviku seinast en kjósendur fá nú annað tækifæri til að kjósa sama liðið. Þeir hljóta að makka rétt í þetta sinn.

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli