Frétt

bb.is | 11.11.2002 | 07:02Mjótt á munum í 1. sæti og glæsilegt hjá Einari K. og Einari Oddi

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hlaut fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Mjög litlu munaði á atkvæðafjölda í fyrsta sætið hjá Sturlu og Vilhjálmi Egilssyni og skildu þar aðeins 41 atkvæði. Athygli vekur, að Sturla fékk einungis 24,7% atkvæða í fyrsta sætið en Vilhjálmur fékk 24% atkvæða í fyrsta sæti. Í öðru og þriðja sæti í prófkjörinu urðu Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson. Þeir fengu mjög örugga kosningu í þau sæti og hlutu langmest heildarfylgi af öllum frambjóðendunum tíu, Einar Kristinn 80% og Einar Oddur 77,2%. Hvorugur þeirra stefndi að fyrsta sætinu heldur að „öruggu sæti“. Í fjórða og fimmta sæti urðu Guðjón Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson. Í sjötta og sjöunda sæti urðu Jóhanna Pálmadóttir og Birna Lárusdóttir og munaði einungis fjórum atkvæðum á þeim.
Ástæða þess, að Vilhjálmur Egilsson var mjög nálægt því að hreppa efsta sætið en lenti samt í því fimmta er sú, hversu miklu fleiri atkvæði hann hlaut í fyrsta sætið en næstu sætin á eftir, þar sem þeir sem næstir komu höfðu yfirburði.

Atkvæði greiddu alls 5.994. Þar af voru gild atkvæði 5.789 en auðir seðlar og ógildir voru 205.

Úrslitin urðu þessi (fjöldi atkvæða í hvert sæti, atkvæði samtals og prósenta af gildum atkvæðum):

1. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
1. sæti 1.433
2. sæti 598
3. sæti 505
4. sæti 442
5. sæti 375
6. sæti 433
Samtals 3.786 eða 65,4%

2. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður
1. sæti 1.070
2. sæti 1.440
3. sæti 837
4. sæti 531
5. sæti 434
6. sæti 318
Samtals 4.630 eða 80,0%

3. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður
1. sæti 651
2. sæti 1.318
3. sæti 847
4. sæti 663
5. sæti 562
6. sæti 428
Samtals 4.469 eða 77,2%

4. Guðjón Guðmundsson alþingismaður
1. sæti 1.149
2. sæti 518
3. sæti 726
4. sæti 375
5. sæti 442
6. sæti 439
Samtals 3.649 eða 63,0%

5. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður
1. sæti 1.392
2. sæti 322
3. sæti 421
4. sæti 445
5. sæti 479
6. sæti 454
Samtals 3.513 eða 60,7%

6. Jóhanna Erla Pálmadóttir bóndi
1. sæti 45
2. sæti 541
3. sæti 648
4. sæti 968
5. sæti 828
6. sæti 809
Samtals 3.839 eða 66,3%

7. Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi
1. sæti 23
2. sæti 353
3. sæti 709
4. sæti 1.006
5. sæti 948
6. sæti 796
Samtals 3.835 eða 66,2%

8. Ragnheiður Hákonardóttir bæjarfulltrúi
1. sæti 9
2. sæti 165
3. sæti 455
4. sæti 602
5. sæti 629
6. sæti 737
Samtals 2.597 eða 44,9%

9. Skjöldur Orri Skjaldarson bóndi
1. sæti 5
2. sæti 202
3. sæti 338
4. sæti 395
5. sæti 584
6. sæti 730
Samtals 2.254 eða 38,9%

10. Jón Magnússon verkfræðingur
1. sæti 12
2. sæti 332
3. sæti 303
4. sæti 362
5. sæti 508
6. sæti 645
Samtals 2.162 eða 37,3%

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli