Frétt

Jón Arnar Gestsson | 09.11.2002 | 19:12Séra Karl var og er þingmaður okkar Vestfirðinga

Jón Arnar Gestsson.
Jón Arnar Gestsson.
Nú er úr vöndu að ráða. Samkvæmt frétt hér á bb.is virðast einhverjir gera því skóna að sr. Karl V. Matthíasson verði ekki á framboðslista Samfylkingarinnar í hinu nýja Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, sem kosin var á Hólmavík til þess að raða á listann fyrir komandi kosningar, hafði það að leiðarljósi að tryggja það að í þremur efstu sætunum væru frambjóðendur frá hverju svæði fyrir sig, þ.e. hinum gömlu kjördæmum. Samkvæmt því sem ég best veit, þá var og er sr. Karl þingmaður okkar Vestfirðinga.
Sr. Karl býður sig áfram fram til þingsetu í hinu nýja kjördæmi og er það hið besta mál. Hann var búsettur hér í níu ár og þjónaði sem prestur á Suðureyri, Ísafirði og Tálknafirði ásamt því að vera trillukall í hjáverkum. Fjöldinn allur af fólki sem býr hér fyrir vestan er málkunnugur Karli og hann hefur jafnan staðið óbeðinn upp í þinginu og vakið athygli á málstað okkar í fjölda mála sem eru okkur mikilvæg.

Þó svo að Gísli S. Einarsson, sem á að kalla Vestfirðing og setja í sæti Vestfjarða, samkvæmt fyrrgreindri frétt, sé fæddur hér fyrir vestan, þá býr hann á Akranesi og hefur gert í allmörg ár, ásamt því að hann var og er þingmaður Vesturlandskjördæmis en ekki Vestfjarða. Mér er ekkert illa við aðra þá sem hafa boðið sig fram til þingsetu hér fyrir okkar nýja kjördæmi og tel þau öll sómamenn og konur. En þegar hlutirnir virðast ætla að fara á þann veg að við fáum ekki að halda okkar manni inni, þrátt fyrir mikinn vilja, bæði frambjóðandans og stórs hóps stuðningsmanna á bæði norður- og suðursvæði Vestfjarða ásamt Ströndum, þá finnst mér kominn tími til að ganga fram fyrir skjöldu og láta vita af mínum hug í þessu máli.

Á sjónum er það sagt, að sá sem hefur hæst sé ekki endilega sá sem geri mest. Mér heyrist það á stuðningsmönnum þeirra sem hér eru að tjá sig, m.a. í títtnefndri grein og á götum úti, að þeir séu nú ekki að tala fyrir fjöldann, þó látið sé að því liggja að um þeirra skoðun sé mikill einhugur. En það er nú alltaf þannig, að þeir sem tala hæst reyna að láta hávaðann yfirgnæfa fjöldann sem á móti er. Mér finnst réttara að stuðningsmenn viðkomandi þingmanna ættu að hafa áhrif á þau kjördæmi sem viðkomandi gegna þingmennsku í nú.

Sumir segja að Karl hafi farið ósköp hljóðlega á þingi, en þetta er ekki rétt. Karl er eini þingmaður stjórnarandstöðunar á þingi núna sem hefur komið máli í gegn, en það er um að kanna virkjunarkosti á Vestfjörðum. Ekki er það lítið mál sem við erum að tala um þar. Nú eru Vestfirðir sem sagt komnir á kortið til athugunar vegna virkjanaframkvæmda hér á landi á komandi árum. Þeir sem finnst nú ekki mikið til koma skulu hugsa þetta á ný og spá í það, hversu mikil lyftistöng það yrði fyrir svæðið ef farið væri að virkja á Vestfjörðum. Einnig hefur Karl verið góður talsmaður smábátaútgerðar, enda var hann trillukall fyrir ekki svo mörgum árum og var að basla í því að gera út í smábátakerfinu. Sömuleiðis var Karl fyrstur þingmanna til að bera fram þingsályktunartillögu um rannsóknir og stuðning við þorskeldi við landið og er sú tillaga í meðförum þingsins núna. Þessi listi sem hér er upptalinn finnst mér nú vera nokkuð góður, miðað við það að Karl er eingöngu búinn að vera á þingi í eitt og hálft ár. Sá misskilningur hefur nefnilega skotið rótum, að hann sé búinn að vera lengur á þingi en raunin er.

Ég hef verið alfarið á móti þessari leið sem valin var, þ.e. að fara í uppstillingu en ekki prófkjör. Nú er einmitt að koma í ljós einn stærsti galli uppstillingar, en hann er sá að fáir aðilar mynda sér skoðun, hlusta á þá sem hæst hafa og ákveða út frá því.

En ég óska þeim sem eru í framboði alls hins besta. Og ég hlakka til að samþykkja það að hafa sr. Karl í fyrsta eða öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

– Jón Arnar Gestsson,
Vestfirðingur sem er fæddur og uppalinn í Súgandafirði og býr þar enn.


bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli