Frétt

Eiríkur Finnur Greipsson | 09.11.2002 | 12:04Einar Odd í forystu

Eiríkur Finnur Greipsson.
Eiríkur Finnur Greipsson.
Í dag er valið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja Norðurvesturkjördæmi. Landslagið er gerbreytt. Staða Vestfirðinga er tvísýnni nú en lengi hefur verið. Við stríðum við fækkun íbúa. Orsakirnar eru margar. Brýnt er að byggja upp atvinnu og sækja rétt sinn til nýtingar auðlindanna við bæjardyrnar. Margt hefur verið rætt um sjávarútvegsmál og sýnist sitt hverjum um kvótakerfið. Engum er meira alvörumál en Vestfirðingum að sækja á varðandi uppbyggingu atvinnu. Stundum er það svo, að okkur finnst rétti Vestfirðinga hallað í þeim efnum. Nærtækast er að fá að stunda veiðar og nýta aðstöðuna. Stutt er á miðin og margir fúsir til að stunda veiðarnar. Gallinn er sá að það má ekki nema menn hafi tilskilinn kvóta.
Allir frambjóðendur hins nýja kjördæmis eru hið mætasta fólk, hver með sínar áherslur. Í þeim tveimur málum sem borið hefur hæst að að undanförnu hefur Einar Oddur Kristjánsson þó skorið sig úr hópnum. Hann hefur bent á þá staðreynd, að þriggja áratuga friðunarferli á Íslandsmiðum hefur skilað okkur ársveiði þorsks nálægt 180 þúsund tonnum á ári í stað 370 þúsund tonna áður fyrri. Hann hefur lagt áherslu á að vísindamönnum sé tryggður frjáls aðgangur að hafinu umhverfis Ísland. Með þeim hætti verði unnt að hverfa frá þeirri aðferð sem bersýnilega skilar okkur of litlu í verðmætum og nánast stefnir þorskveiðum í ógöngur.

Komið hafa fram tvær tillögur til þess að losna úr núverandi kerfi, hin svokallaða fyrningarleið, sem í raun er þjóðnýting aflaheimilda, og auðlindaskattur. En síðarnefnda leiðin þýðir auknar álögur á útgerð sem ekki má við miklu. Hvorri tveggja aðferðinni hefur Einar Oddur mótmælt harðlega og var reyndar eini stjórnarliðinn sem greiddi atkvæði gegn auðlindaskattinum á Alþingi síðastliðið vor.

Hitt málið sem hefur komið illa við okkur Vestfirðinga eru hugmyndir iðnaðarráðherra um að sameina Orkubú Vestfjarða í nýtt orkufyrirtæki á Akureyri með Rarik og Norðurorku. Einar Oddur tók málið upp á opinberum vettvangi og mótmælti harðlega þessum hugmyndum. Málið féll niður, að sinni að minnsta kosti. Enn það verður vafalaust tekið upp aftur. Einar er ekki með þessu að leggja til atlögu við önnur byggðarlög og kjördæmi, heldur að krefjast þess að staðið verði við gefin loforð þegar hlutur sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða var seldur ríkinu. Eins og hann er vanur og trúandi fyrir er Einar Oddur þó fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni Vestfirðinga, að gæta þess sem við kjósendur höfum trúað honum fyrir.

Svo sem skýrt kemur fram af þessum tveimur dæmum er Einar Oddur einarður talsmaður og trúnaðarmaður vestfirskra hagsmuna. Í þessum efnum hefur hann sýnt forystu samfara víðsýni og sannað að hann lítur yfir stærra svið en Vestfirði eina og hagsmuni íbúanna hér. Þjóðarsáttin sem tókst fyrir rúmum áratug með samstarfi vinnuveitenda og verkalýðsfélaga og þátttöku ríkisvaldsins, ekki síst fyrir forgöngu hans, markaði upphafið að skeiði lækkandi verðbólgu og framfara sem allir landsmenn þekkja, enda hlaut hann að launum titilinn „bjargvætturinn að vestan“.

Ef til vill er almenningi orðið svo tamt að álíta lága verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmálum sem sjálfsagðan hlut, að gleymt er það skelfilega ástand er áður ríkti. Við sem þekkjum Einar Odd Kristjánsson vitum að hann hefur hagsmuni heildarinnar í huga og brúkar í störfum sínum á Alþingi heiðarleik, einurð og staðfestu með þeirri víðsýni sem honum er í blóð borin. Hann er að því leytinu líkur Winston Churchill, forsætisráðherranum sem leiddi Breta til sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að þekkja þá einföldu staðreynd, að sé efnahagslífið ekki gott, þá verði velferðarkerfið að standa styrkum stoðum í samfélaginu.

Hann er fastur fyrir og hefur sýnt staðfestu í störfum sínum sem varaformaður fjárlaganefndar og talsmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Sú nefnd er ein hin mikilvægasta á Alþingi. Þar hafa kostir hans notið sín afar vel. Einar Oddur stendur fastur á sínu og treystist til að standa gegn því sem ekki er raunhæft og segja það óyfirdregið eins og sönnum Vestfirðingi er lagið.

Einar Oddur Kristjánsson hefur á traustum grunni að byggja, á góða fjölskyldu. Eiginkona er Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunarfræðingur og börnin Brynhildur, Kristján Torfi og Teitur Björn. Fjölskyldan er samheldin. Áræðnin og bjartsýnin einkenna þau öll.

Að baki á Einar Oddur langan og farsælan feril í atvinnu- og félagslífi sem of langt yrði að telja upp. Þar ber hæst að hann var útgerðarmaður og fiskverkandi á Flateyri í aldarfjórðung og var formaður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi, auk þess að eiga sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, ásamt því að sitja í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða 1973 til 1996. Árin 1989 til 1992 var Einar Oddur f

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli