Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 09.11.2002 | 09:15Eins og allir hinir

„Það eru algeng rök ...“. Hversu oft hafa ekki greinar eftir undirritaðan hafist á þessum orðum eða einhverjum ámóta? Og ekki í eitt einasta sinn hefur undirritaður fallist á hin algengu rök. Það væri álíka líklegt og að í grein á Andríkisvefnum sem hæfist á orðunum „vinstrimenn segja oft“ væri fallist á það sem vinstrimenn segðu. Þó ekki væri nema þess vegna væri freistandi að fallast á hin algengu rök í þetta eina sinn. En það verður ekki gert. Ekki núna. Ekki strax. Kannski einhvern tíma síðar.
Þau rök heyrast oft að við verðum að gera eitthvað á Íslandi vegna þess að „allar þjóðir í kringum okkur“ geri það. Þess vegna eigum við ekki ákveða hlutina sjálf heldur horfa alltaf á það sem aðrir séu að gera og gera eins. Við þurfum nefnilega að vera „aðilar að þróun“ eins og þingmaður ónefnds flokks orðaði það (já, það er flokkurinn sem þið haldið!). Færa mætti rök að því að hugmyndin um „alþjóðavæðingu“ hvíli á þessari forsendu, að öll samfélög í heiminum eltist við öll önnur og reyni að vera eins og þau.

Oft byggja slíkar fullyrðingar á lítilli staðreyndavinnu. Röksemdirnar má auðveldlega hrekja með því að spyrja hvort viðkomandi hafi kannað aðstæður í Færeyjum. Eða Finnlandi. Eða Austurríki eða Sviss. Því þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn reynast þjóðir heimsins sjaldan vera eins eða gera allt eins. „Sérstaða Íslands“ er ekkert einsdæmi í heiminum því að allar þjóðir hafa sérstöðu. Og raunar er engin ástæða til að líta aðeins til þjóðríkja í því sambandi.

En þó að þetta væri ekki svona, að í raun og veru mætti finna dæmi um fyrirkomulag sem væri stundað í öllum löndum í kringum okkar, yrðum við þá að elta það? Þarf ekki að nema staðar og spyrja sig að því hvers vegna það sé þannig? Eru þessar þjóðir kannski að elta einhverjar aðrar þjóðir í kringum sig? Er þetta einhvers konar hringdans þar sem hver eltir annan? Gallinn við hringdans af því tagi er aðeins sá að hann færist aldrei úr stað. Eða er það kannski einhver einn sem allir aðrir eiga að elta?

Hræðslan við „sérstöðu Íslands“ er orðin svo gríðarleg að það leyfist ekki einu sinni að benda á að hún sé fyrir hendi. Þeir sem allt þykjast vita um efnahagsmál hentu lengi gaman að því þegar Steingrímur Hermannsson hélt því fram að smá efnahagskerfi hegðuðu sér öðruvísi en stór. Samt sem áður var meira til í því hjá Steingrími en þeim sem ekki vilja heyra á slíkt minnst. Hann skildi a.m.k. þá grundvallarstaðreynd efnahagsmála (og er þá fyrirgefið fyrir ýmis minni glöp, eins og t.d. þau að halda að lánskjaravísitalan orsaki háa vexti fremur en að mæla þá).

Á bak við hjalið um að við eigum að gera eins og allir í kringum okkur, að allar þjóðir heimsins eigi að elta hver aðra í eilífum hringdansi, nema kannski þessar stóru og voldugu, á bak við þetta hjal felst hins vegar alvarlegri boðskapur. Það er boðskapurinn um að það sem við gerum eða ákveðum skipti ekki máli, að allt muni þetta og eigi að ráðast af öldugangi stórra og ókunnra afla úti í heimi. Með því er verið að segja að lýðræðið skipti ekki máli, að við eigum í rauninni ekkert val. Þess vegna sé eins gott að gefast upp á því að hafa einhverja skoðun og láta aðra taka ákvarðanir fyrir okkur. Það sé hvort sem er ekkert sem við getum gert. Ef 80% af þeim reglum sem við setjum okkur eru ákveðin annars staðar, hvers vegna ekki þær allar? Skiptir það nokkru máli? Getur maður ekki betur sinnt eigin starfi og áhugamálum, ef maður þarf ekki að hugsa um þessi samfélagsmál? Ef maður getur látið aðra um að stjórna? Þannig má rekja sig áfram uns komist er að aldagamalli niðurstöðu, í anda þess sem eitt sinn var kallað þrælasiðferði.

Sá boðskapur er vissulega seiðandi og þýður. Og hættulegur, afar hættulegur. Og hann heyrist nú úr æ fleiri áttum, meira að segja frá þeim flokkum sem eitt sinn kenndu sig við alþýðu og vildu færa öll völd í hennar hendur.

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli