Frétt

Hlynur Þór Magnússon | 08.11.2002 | 17:29Enginn veit hvað átt hefur ...

Hlynur Þór Magnússon.
Hlynur Þór Magnússon.
Varnarbarátta byggðar á Vestfjörðum stendur enn og verður háð af hörku á næstu árum. Með nýrri skipan kjördæma breytist vígstaðan en fáir munu sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verða fyrir Vestfirðinga. Fram til þessa hefur þessi landshluti átt „sína“ þingmenn. Á næsta ári verða Vestfirðir hins vegar einungis skagi úr úr afar víðlendu kjördæmi með um þrjátíu þúsund íbúum. Þá verður það liðin tíð, að Vestfirðingar eigi „sína“ fimm þingmenn eins og nú.
Miklu skiptir, að á þingi sitji áfram öflugir menn sem fulltrúar Vestfirðinga, helst í öllum stjórnmálaflokkum – þrátt fyrir kjördæmabreytinguna en þó ekki síst vegna hennar. Því veldur hin margvíslega sérstaða landshlutans.

Lokað prófkjör verður hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi um aðra helgi. Unnið er að uppstillingu hjá Samfylkingunni í kjördæminu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verður á morgun. Minna er enn vitað um undirbúninginn hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og Frjálslynda flokknum. Vestfirðingar í öllum þessum flokkum verða að beita sér og standa saman til þess að raddir þeirra heyrist áfram á Alþingi.

Fyrst er að einbeita sér að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Vestfirðingar eiga tvo öfluga þingmenn, þá Einar K. Guðfinnsson og Einar Odd Kristjánsson. Það væri mikill skaði, ekki aðeins fyrir Vestfirði, heldur einnig fyrir Alþingi sjálft og landið allt, að missa þessa úrvalsmenn úr forystusveitinni.

Einar K. Guðfinnsson hefur verið fyrsti þingmaður Vestfirðinga í tvö kjörtímabil. Liðið er hátt á annan áratug frá því að undirritaður kynntist honum fyrst. Í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 1987 áttum við mikið og náið samstarf. Þá kynntist ég fyrst vinnusemi hans og dugnaði og brennandi áhuga fyrir hagsmunum Vestfirðinga allra.

Einar Kristinn er mannkostamaður eins og hann á kyn til, góðviljaður og sáttfús í lengstu lög. Hann er þó fastur fyrir og þegar samningaleiðin er fullreynd kemur harður kjarninn í ljós. Löng reynsla á Alþingi og við margháttuð trúnaðarstörf hafa hert og brýnt þennan mann, sem ég og fleiri álitum í upphafi jafnvel of ljúfan og góðan til þess að standa í orrahríð stjórnmálanna.

Nú er Einar K. Guðfinnsson fyrir löngu búinn að sanna sig. Hann hefur verið ötull og farsæll fulltrúi Vestfirðinga á þingi. Ég leyfi mér að fullyrða, að það verður Vestfjörðum og öllu hinu nýja Norðvesturkjördæmi mikils virði að hafa hann áfram í forystusveitinni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

– Höfundur fæst við ritstörf.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli