Frétt

bb.is | 08.11.2002 | 15:05Sr. Karl V. Matthíasson úti í kuldanum hjá Samfylkingunni?

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi kom saman á Brú í Hrútafirði um síðustu helgi. Ekki voru teknar þar neinar ákvarðanir um röðun á lista. Í viðræðum við Samfylkingarfólk verður vart nokkurrar undiröldu vegna komandi framboðs líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. Sumir kveða fast að orði um þetta og sagði einn viðmælenda að mjög kraumaði undir. „Það er alveg sama hvað uppstillingarnefndin gerir, það verður allt vitlaust.“ Þegar ákveðið var á kjördæmisþingi að viðhafa uppstillingu en ekki prófkjör fékk nefndin það vegarnesti að í þremur efstu sætum skyldi vera einn úr hverju hinna gömlu kjördæma. Nú eru hins vegar uppi raddir um að Gísli S. Einarsson, þingmaður Vesturlands, verði tilnefndur sem fulltrúi Vestfirðinga á væntanlegum framboðslista.
Þá yrðu hann og Jóhann Ársælsson alþingismaður, en þeir eru báðir búsettir á Akranesi, í tveimur efstu sætunum. Í þriðja sæti yrði Anna Kristín Gunnarsdóttir, varaþingmaður í Norðurlandskjördæmi vestra, sem búsett er á Sauðárkróki, en Kristján Möller alþingismaður Samfylkingarinnar í kjördæminu er búsettur á Siglufirði sem eftir kjördæmabreytingu mun tilheyra hinu nýja Norðausturkjördæmi. Úti í kuldanum yrði þá séra Karl V. Matthíasson, 2. þingmaður Vestfirðinga.

Nú hefur Samfylkingin fjóra þingmenn í gömlu kjördæmunum þremur en útilokað má telja að flokkurinn fái nema tvo eða í hæsta lagi þrjá þingmenn vegna fækkunar þingmanna á landsbyggðinni við kjördæmabreytinguna. Svo gæti því farið, að Samfylkingin yrði eini flokkurinn þar sem Vestfirðingar ættu í rauninni engan fulltrúa.

Sr. Karl hefur verið búsettur í Grundarfirði í nokkur ár en áður var hann búsettur á Vestfjörðum í tæpan áratug og starfaði sem sóknarprestur og trillukarl á Tálknafirði, Ísafirði og á Suðureyri. Hann er vel kynntur á Vestfjörðum en Gísli S. Einarsson hefur það á helst móti sér sem tilvonandi fulltrúi Vestfirðinga að þeir þekkja hann minna, auk þess sem hann er búsettur eins fjarri Vestfjörðum og kostur er í hinu nýja kjördæmi. Gísli er hins vegar af vestfirskum ættum, fæddur og uppalinn í Súðavík og á mikinn frændgarð á norðanverðum Vestfjörðum.

Ekki fer dult í samtölum við Samfylkingarmenn, að enn skortir nokkuð á að límið sem heldur saman Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki sé þornað. Verkefni uppstillingarnefndar virðist afar erfitt, þar sem óhjákvæmilegt virðist að taka tillit til hinna gömlu flokka við uppstillingu, fyrir utan að hyggja að gömlu kjördæmunum og passa upp á kvennakvótann eins og hinir flokkarnir verða að gera. Nefndin fékk hins vegar engin tilmæli frá kjördæmisþinginu í þeim dúr. Sú hugmynd hefur komið upp, að uppstillingarnefndin skili ekki einni tillögu að skipan lista til kjördæmisþings, heldur tveimur eða fleiri sem síðan yrði kosið um.

Viðmælandi á Ísafirði sagði að Samfylkingarmenn á Vestfjörðum teldu sig komna yfir það að láta gömlu skiptinguna í Alþýðubandalagsmenn og Alþýðuflokksmenn þvælast fyrir sér. Þess má geta, að í næstu viku verður fundur í Samfylkingunni í Ísafjarðarbæ þar sem framboðsmálin verða meðal annars rædd.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli