Frétt

DV - Jónas Haraldsson | 08.11.2002 | 08:10Bágstaddir hafðir að féþúfu

Trú og trúariðkun er flestum stoð í lífinu og mörgum haldreipi í erfiðleikum. Fólk sækir þjónustu í söfnuð sinn og eftir leiðsögn presta og forystumanna safnaða þegar það á við. Traust á að ríkja og gerir það sem betur fer í flestum tilvikum. Á því virðast þó vera brotalamir, að því er fregnir síðustu vikna herma. Þar hefur verið lýst fjárplógsstarfsemi sértrúarsafnaða gegn þeim sem síst skyldi, ekki síst geðveiku fólki sem þangað hefur leitað.
DV sagði sögu öryrkja, meðlims slíks trúarsafnaðar, í síðasta mánuði þar sem fram kom að hann hafði þar látið teyma sig í greiðsluþrot vegna mikilla fjárskuldbindinga í þágu safnaðarins. Viðmælandi DV sagðist lengi hafa þjáðst af veikindum og einmanaleika og því leitað til safnaðarins eftir kærleika og félagsskap. Þar hefði hins vegar verið viðhafður heilaþvottur og boðað að þeir sem gæfu Drottni allt sitt uppskæru margfalt í himnaríki en hinir sem ekki borguðu, eða hættu því, færu beina leið í „elddyngjuna“ í helvíti.

Frásögn blaðsins sýndi að ekki var um einangrað tilfelli að ræða. Stjórnarformaður Geðhjálpar, Sigursteinn Másson, sagðist þekkja mörg dæmi þess að geðsjúkt fólk ánetjaðist trúarsöfnuðum, sem hann vildi kalla æsingarfélög, og færi illa út úr því andlega og fjárhagslega. Þá hefur fólk leitað til Öryrkjabandalags Íslands um aðstoð eftir að hafa komist í fjárhagslegt þrot vegna framlaga til trúarsafnaða. Stjórnarformaður Geðhjálpar lýsti því svo að fólk með geðsjúkdóma og geðraskanir ætti oft erfitt með að verja sig og hefði því miður stundum leitað til þessara æsingamanna, sem hann kallaði svo, sem síðan hefðu kroppað af þeim peninga og haldið þeim í heljargreipum í múgæsingunni.

„Þetta er alveg hörmulegt,“ var haft eftir formanni Geðhjálpar, „og þarna eru þessir múgæsingamenn að leika sér að eldinum, að mannslífum. Þeir bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir mjög mörgum geðsjúkum sem hafa leitað sér skjóls hjá þeim, en sitja uppi með alvarlegar ranghugmyndir, sem mjög erfitt er að fá þá til að hverfa frá. Þessir sjúku einstaklingar sitja uppi með mikla vanlíðan árum og jafnvel áratugum saman á meðan plokkað er af þeim fé.“

Lýsing formannsins er ófögur. Stjórn Geðhjálpar hefur nú samþykkt að kæra til lögreglu mál hóps skjólstæðinga sinna vegna afskipta tiltekins trúarsafnaðar af þeim. Samráð verður haft við embætti landlæknis um málareksturinn en landlæknir hefur sagt að allar ábendingar frá Geðhjálp, í þessa veru, verði teknar mjög alvarlega. Formaður Geðhjálpar segir að á borði samtakanna séu mál sem best eigi heima hjá lögreglunni og í öllum tilfellum komi einn og sami söfnuðurinn við sögu. Grunur leiki á að forsvarsmenn hans hafi brotið grein hegningarlaga sem snýr að misnotkun á aðstöðu gagnvart bágstöddu fólki.

Mál þetta verður jafnframt tekið fyrir á Alþingi en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur beðið um utandagskrárumræður til þess að ræða þá stöðu „sem upp er komin, að geðsjúkir og bágstaddir séu að lenda í klóm þessara safnaða“, eins og þingmaðurinn orðaði það.

Full ástæða er til þess að rannsaka þau mál sem upp hafa komið. Trúin hjálpar mörgum en lýsingar hins bágstadda fólks benda til þess að henni hafi, í nefndum tilvikum, verið snúið upp í ranghverfu sína. Sé svo er ábyrgð þeirra er að því hafa staðið mikil. Þeir hafa þá nýtt sér veikindi og bágindi fólks í nafni trúar og safnaðar og haft það að féþúfu. Slíkt þarf að stöðva með tiltækum ráðum.

(Forystugrein í DV - Jónas Haraldsson.)

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli